Cross and candles on the table
Mynd sem tengist textanum

HELGIHALD

Helgihald kirkjunnar getur verið margskonar, guðsþjónusta eða messa á sunnudögum er það sem við þekkjum flest. Við tölum um guðsþjónustu þegar ekki fer fram altarisganga en messu þegar altarisganga á sér stað.

Guðsþjónusta er þjónusta Guðs við okkur, sú þjónusta fer fram í náðarmeðulunum og með henni styrkir Guð okkur í trúnni, eflir okkur í voninni og gerir okkur brennandi í kærleikanum.

Við erum líka gerendur í messunni og að því leyti þjónar Guðs. Sú þjónusta sem við látum Guði í té í guðsþjónustunni er iðrun og trú, lofgjörð og þökk.