Mynd sem tengist textanum
Mynd sem tengist textanum

FERMING

Kirkjan býður öllum unglingum á 14. ári til fermingarfræðslu. Á þessum tímamótum fá þátttakendur tækifæri til að spyrja mikilvægra spurninga eins og: „Hver er ég?“ „Hvernig vil ég lifa?“ og „Get ég verið eins og ég er?“

Í fermingarfræðslunni er fjallað um Guð og starf og boðun Jesú Krists, lífið og það sem skiptir þig máli, auk þess sem þú kynnist sjálfum/sjálfri/sjálfu þér betur og færð stuðning til að finna þinn veg í lífinu.