Mynd sem tengist textanum
Mynd sem tengist textanum

HJÓNAVÍGSLA

Þegar tveir einstaklingar taka ákvörðun um að ganga saman í gegnum lífið vakna sjálfsagt spurningar um giftingu og sambúð. Hjónavígsla er helgiathöfn en hefur einnig réttarleg áhrif sem mikilvægt er að kynna sér vel áður en ákvörðun er tekin.

Sumar athafnir eru fámennar og látlausar. Aðrar stærri í sniðum. Hvernig sem þið veljið að hafa ykkar athöfn býður kirkjan upp á hlýlegt og táknrænt umhverfi þar sem þið fáið að hefja sameiginlegt líf í nærveru Guðs og ástvina. Prestar Þjóðkirkjunnar eru boðnir og búnir til þess að aðstoða við undirbúninginn.