Mynd sem tengist textanum

Fólkið í kirkjunni

Hjá Þjóðkirkjunni starfar einstaklega fjölbreyttur hópur fólks og sinnir þar margbreytilegum verkefnum. Innan kirkna landsins starfa sóknarprestar Þjóðkirkjunnar, æskulýðsprestar, djáknar, starfsfólk kirkna og safnaða, tónlistarfólk, kirkjuverðir og sjálfboðaliðar í ýmiskonar störfum.

Allflestir vígðir þjónar kirkjunnar eru starfsmenn Þjóðkirkjunnar. Annað starfsfólk sem starfar við kirkjur og söfnuði landsins eru almennt ráðnir af og starfa fyrir sóknir og söfnuði. Hér er að finna nánari upplýsingar um helstu verkefni sem fólkið í kirkjunni sinnir í daglegu starfi hennar hér á landi.