Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hesteyrarvegi, 715 Mjóafirði
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Brekkusókn

Brekkukirkja í Mjóafirði (Mjóafjarðarkirkja)

Brekkukirkja í Mjóafirði, stundum nefnd Mjóafjarðarkirkja, er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1892. Hönnuður hennar var Ólafur Ásgeirsson snikkari. Í öndverðu var kirkjan timburklædd. Árið 1991 voru veggir klæddir trapisumótuðum stálplötum, en þak bárustáli. Steypt var utan á steinhlaðinn sökkul kirkjunnar um 1950 og 1991 var hann klæddur með bárustáli. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með íbjúgu píramítaþaki sem gengur út undan sér neðst. Kirkjan er klædd trapisumótuðum stálplötum, þak bárustáli og stendur á steinhlöðnum og steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír bogadregnir smárúðóttir steypujárnsgluggar. Bogagluggi er á framstafni yfir dyrum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og bjór yfir.

Altaristaflan er olíumálverk frá árinu 1871 eftir danska málarann Hans W. Holm (1810-1899) og sýnir hún Krist krossfestan og Maríurnar þrjár við krossinn. Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Kaleikurinn er dönsk smíð frá því um 1916, barst kirkjunni sem greiðsla frá Þjóðminjasafni Íslands fyrir fimm 18. aldar gripi, sem verið höfðu í kirkjunni í Firði. Þá á kirkjan þjónustukleik úr látúni og upprunalegt tréhylki, líklega frá 19. öld. Klukkur Brekkukirkju eru tvær, sú stærri er frá 1769, hin var í kirkjunni í Firði frá því fyrir 1740.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir
  • Djákni Austurlandsprófastsdæmi
Mynd sem tengist textanum
  • Arnaldur Arnold Bárðarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Benjamín Hrafn Böðvarsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
  • Sóknarprestur