Mynd sem tengist textanum

Safnaðarstarf

Í kirkjum um allt land er að finna fjölbreytt og nærandi safnaðarstarf sem er öllum opið. Um er að ræða m.a. kórastarf, bænahópar, barna -og unglingastarf, fræðslusamverur, eldriborgarastarf o.s.frv. Allt þetta starf er vettvangur til að kynnast öðru fólki og taka þátt í samfélaginu í kirkjunni.

Þátttaka í safnaðarstarfi er mörgu fólki dýrmætt og vettvangur til að rækta áhugamál sín og læra nýja hluti. Í því gefst fólki færi á að vera hluti af hópi sem hlustar, styður, hvetur og auðgar daglegt líf. Öllum er velkomið að taka þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar.