Tónskóli kirkjunnar

Tónskóli kirkjunnar

Tónskóli Þjóðkirkjunnar er sérhæfður skóli í kirkjutónlist á Íslandi. Þar er boðið upp á nám í orgelleik og kirkjutónlist, auk námskeiða og símenntunar.

Skólinn varðveitir einnig bóka- og nótnasafn Þjóðkirkjunnar og styrkir lifandi tónlistarstarf í kirkjum landsins. Markmið Tónskólans er að efla lifandi kirkjutónlist og styðja við menningu og helgihald um land allt.

Nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Í skólanum er boðið upp á orgelforskóla og kennslu í orgelleik á grunn-, mið- og framhaldsstigi en einnig er boðið upp á nám við framhaldsdeild í kirkjutónlist sem hentar vel þeim sem vilja undirbúa sig fyrir frekara nám í kirkjutónlist og kórstjórn. Einnig nýtist það tónlistarmönnum sem vilja bæta við sig fagþekkingu á sviði kirkjutónlistar og þeim sem kjósa tónlistarnám á breiðum grunni. Skólinn stendur enn fremur fyrir öflugri endurmenntun, bæði einkatímum og námskeiðum.

Mynd sem tengist textanum