
Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta
Allir geta nýtt sér þjónustu Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar í Háteigskirkju. Þjónustan er til húsa á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju, gengið er inn austan megin.
Þjónustan
Boðið er upp á eftirfarandi viðtöl:
Sorgarviðtöl
Sambúðarviðtöl
Fjölskylduviðtöl
Sálgæsluviðtöl
Handleiðslu
Miðað er við að hvert viðtal sé klukkutími. Einnig er í boði hópastarf, bæði fyrir skjólstæðinga en líka hóphandleiðslur fyrir starfsfólk kirkjunnar sem á líka kost á einkasamtölum.
Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar er hluti af sálgæslustarfi kirkjunnar og þjónar öllu landinu. Öllum er heimilt að leita beint til Sálgæslu- og fjölskylduþjónustunnar og sumir koma samkvæmt ábendingu prests eða annarra aðila. Hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustunni starfa prestar og fjölskyldufræðingar með mikla reynslu. Þjónustan er einnig í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið um stuðning við fjölskyldur fanga.
Þú getur í fyrstu snúið þér til þíns sóknarprests og leitað aðstoðar. Prestar kirkjunnar um land allt hafa sérstaka viðtalstíma fyrir sóknarbörn sín.
Hægt er að bóka viðtalstíma beint í gegnum símsvara og tölvupóst. Einnig er hægt að tala við starfsfólk sókna og biðja þau um að hafa milligöngu.
Símanúmer: 528 4300
Markmið handleiðslu
Handleiðsla felst m.a. í því að aðgreina starf og einkalíf með það að markmiði að fyrirbyggja kulnun í starfi, auka starfsgleði og auka samvinnu og samskipti aðila þar sem við á.
Starfsfólk
Fjölskyldufræðingarnir hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustunni eru öll með sérmenntun og reynslu í fjölskylduráðgjöf og handleiðslu.
Fjölskyldufræðingarnir hafa samráð sín á milli til að veita sem faglegasta þjónustu.
Andrea Baldursdóttir, fjölskyldufræðingur
andrea.baldursdottir@kirkjan.is
Guðrún Kolbrún Otterstedt, fjölskyldufræðingur
gudrun.kolbrun.otterstedt@kirkjan.is
Karen Lind Skjaldberg, prestur
karen.ol@kirkjan.is
Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður
vigfus.bjarni.albertsson@kirkjan.is
Símanúmer Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar er: 528 4300.
Trúnaður
Fjölskyldu- og sálgæsluþjónusta kirkjunnar er bundin þagnarskyldu. Við geymum ekki skýrslur um fjölskylduna en skráum nauðsynlegar upplýsingar meðan á viðtölunum stendur.
Dragðu ekki að leita þér hjálpar hjá okkur eða annars staðar. Góð samskipti við aðra, einkum okkar nánustu, eru mikilvæg fyrir vellíðan og heilbrigði.
Bjargráð
Fagleg þjónusta við fjölskyldur fanga
Þegar einhver nákomin þarf að fara í afplánun í fangelsi getur það haft margvísleg áhrif á marga í kringum einstaklinginn. Bjargráð er verkefni sem er styrkt af Félags og vinnumarkaðsráðuneytinu. Verkefnið er hýst af Biskupstofu.
Bjargráð er hugsað fyrir fjölskyldur og aðstandendur þar sem einhver nákomin:
- Bíður eftir afplánun
- Er í afplánun
- Er laus úr afplánun
Bjargráð hefur aðsetur hjá Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar sem er til húsa á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju, Háteigsvegi 27-29.
Starfsfólk
Eiríkur Steinarsson eirikur.steinarsson@kirkjan.is sími 867-2450
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir jenny.magnusdottir@kirkjan.is sími 771-4966
Starfsmennirnir erum menntaðir fjölskyldufræðingar og hafa víðtæka reynslu af fjölskylduráðgjöf.
Trúnaður
Starfsmenn Bjargráðs eru bundnir þagnarskyldu. Við geymum ekki skýrslur um fjölskylduna en skráum nauðsynlegar upplýsingar meðan á viðtölunum stendur.
Við hvetjum aðstandendur að leita sér fagaðstoðar hjá okkur eða annars staðar.