
Skráning í Þjóðkirkjuna
Aðild að Þjóðkirkjunni er persónuleg ákvörðun sem tengir þig við trúarlegt samfélag, siði og stuðning í gegnum lífið. Skráning þín styrkir kirkjustarf í þínu hverfi.
Þjóðskrá annast utanumhald um trúfélagsskráningar á Íslandi og því fer skráning í Þjóðkirkjuna fram á vefsíðunni Island.is með rafrænum skilríkjum. Þú þarft að hafa netfang og símanúmer til að staðfesta skráninguna. Til að skrá barn 15 ára eða yngra er þörf á samþykki forráðamanna.
Hið opinbera innheimtir sóknargjöld fyrir hvern skráðan einstakling í Þjóðkirkjunni. Sóknargjöldin renna óskipt til þeirrar sóknar sem þú tilheyrir og fjármagnar fjölbreytt starf þinnar hverfiskirkju. Með þessum gjöldum styrkir þú safnaðarstarf kirkjunnar, þar á meðal barna- og æskulýðsstarf, eldriborgarastarf, tónlistarstarf, rekstur kirkjukóra, laun tónlistarfólks og viðhald kirkjubygginga. Sóknargjöldin tryggja þannig að kirkjan geti veitt þjónustu, stuðning og samveru fyrir þig og alla í þínu hverfi.
Sóknargjöld eru uppistaða tekna kirknanna í landinu.