
Kirkjuþing
Kirkjuþing fer, samkvæmt þjóðkirkjulögum með æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar, þ.m.t. fjárstjórnarvald. Kirkjuþing markar stefnu Þjóðkirkjunnar í sameiginlegum málefnum hennar, öðrum en þeim sem lúta að kenningu hennar. Kirkjuþing setur starfsreglur um málefni Þjóðkirkjunnar. Enn fremur samþykkir kirkjuþing ályktanir og samþykktir um málefni Þjóðkirkjunnar.
Um kirkjuþing
Forseti
Forseti og varaforsetar mynda forsætisnefnd kirkjuþings. Er hún forseta til aðstoðar við stjórn þingsins. Forsætisnefnd gerir tillögur um fulltrúa til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið skal til á kirkjuþingi.
Kosnir eru tveir ritarar úr hópi kirkjuþingsmanna.
Forseti kirkjuþings er kjörinn til fjögurra ára úr röðum leikmanna á fyrsta fundi nýkjörins kirkjuþings.
Drífa
Hjartardóttir
er forseti kirkjuþings 2022-2026.
Varaforsetar
Kristrún Heimisdóttir er fyrsti varaforseti kirkjuþings og Steindór R. Haraldsson annar varaforseti. Varaforsetar kirkjuþings eru kosnir til eins árs í senn og koma þeir einnig úr röðum leikmanna.
Kristrún
Heimisdóttir
er fyrsti varaforseti kirkjuþings
Steindór R.
Haraldsson
er annar varaforseti kirkjuþings
Kirkjuþing setur reglur fyrir kirkjuna, ályktar um hin ýmsu mál, mótar stefnu í málaflokkum sem varða kirkjuna, fer með fjárstjórnarvaldið og lítur eftir starfi yfirstjórnar kirkjunnar. Með nýjum þjóðkirkjulögum, sem tóku gildi 1. júlí 2021, fékk kirkjuþing almennt æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþingsfulltrúar eru kosnir úr röðum sóknarnefndarfólks annars vegar og úr röðum vígðra þjóna kirkjunnar hins vegar. Kjörtímabil er fjögur ár og kemur þingið saman tvisvar sinnum á ári að jafnaði.
Kirkjuþing setur starfsreglur, þar sem m.a. er mælt fyrir um nánari útfærslu stjórnskipulags kirkjunnar og helstu starfshætti, tilvist skipulagsheilda, verkferla og margvísleg almenn viðmið í starfseminni. Enn fremur samþykkir kirkjuþing ályktanir og er umræðuvettvangur um hin ýmsu málefni sem varða kirkjuna.
Í fjárstjórnarvaldi kirkjuþings felst m.a. að ákvarða ráðstöfun fjármuna vegna greiðslna ríkisins til kirkjunnar samkvæmt kirkjujarðasamkomulagi frá 1997 og tekjuöflun á móti þeim útgjöldum. Eftirlit með starfi og fjárreiðum kirkjunnar er einnig á ábyrgð kirkjuþings. Á kirkjuþingi getur enn fremur farið fram samtal um tiltekin málefni.
Kirkjuþing hefur að jafnaði frumkvæði að frumvörpum til laga um málefni Þjóðkirkjunnar og leggur til við ráðherra kirkjumála að þau verði flutt á Alþingi.
Ráðherra og þingmenn leita ennfremur umsagnar og tillagna kirkjuþings um lagafrumvörp um kirkjuleg málefni sem lögð eru fram á Alþingi.
Kirkjuþing kýs sér forseta á fyrsta kirkjuþingsfundi eftir setningu nýs kirkjuþings og er forseti kirkjuþings kosinn til fjögurra ára úr röðum leikmanna. Samhliða því eru tveir varaforsetar einnig kjörnir, en til árs í senn. Forseti stýrir störfum kirkjuþings og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess.
Kirkjuþing starfar að jafnaði í tveimur þinglotum þ.e. að hausti og að vori þrjá til fjóra daga í senn. Ef nauðsyn krefur, getur forseti kallað til frekari þingfunda. Heimilt er að halda þingfundi með fjarfundabúnaði. Kirkjuþing fjallar um mál í tveimur umræðum, með umfjöllun þingnefndar á milli fyrri og síðari umræðu. Þingmál má afgreiða með einni umræðu án umfjöllunar fastrar þingnefndar ef enginn mælir því í mót.
Þingmál, nefndarálit og niðurstöður þingmála eru birt á opnum vef kirkjunnar.
Gefnar eru út svonefndar Gerðir kirkjuþings eftir slit hvers reglulegs kirkjuþings. Þar eru lokagerðir þingmála birtar ásamt ávörpum, niðurstöðum kosninga á þinginu o.fl.
Um málsmeðferðina gilda starfsreglur um þingsköp kirkjuþings nr. 10/2021.
Mál á kirkjuþingi geta verið tillögur að starfsreglum, tillögur til þingsályktunar og skýrslur. Skylt er að leggja fram á reglulegu kirkjuþingi að hausti skýrslu framkvæmdanefndar kirkjuþings og skýrslu um fjármál þjóðkirkjunnar og fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir næsta almanaksár.
Mál á kirkjuþingi geta verið frá:
a) kirkjustjórninni þ.e. mál sem biskup Íslands, forsætisnefnd kirkjuþings eða stjórn Þjóðkirkjunnar flytja. Jafnframt flytur biskupafundur tillögur um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma og tiltekna aðra málaflokka
b) einstökum kjörnum þingfulltrúum eða öðrum fulltrúum með seturétt á kirkjuþingi
c) fastanefndum kirkjuþings eða öðrum nefndum sem kirkjuþing hefur kosið til að fjalla um tiltekið málefni og eftir atvikum flytja þingmál ef þurfa þykir. Skilyrði er að fulltrúi á kirkjuþingi, einn eða fleiri, sitji í slíkri nefnd svo það sé unnt.
Ofangreind mál eru send forseta kirkjuþings og eiga að jafnaði hafa borist forseta eigi síðar en fjórum vikum fyrir upphaf þings. Þó mega hin skyldubundnu mál berast þremur vikum fyrir þing.
Í upphafi hvers reglulegs kirkjuþings að hausti er kosið til fastra þingnefnda. Þær eru þrjár; allsherjarnefnd sem fjallar um mál sem geta talist almenns eðlis, fjárhagsnefnd sem fjallar um mál sem lúta fyrst og fremst að fjármálum og löggjafarnefnd, sem fjallar um löggjöf og starfsreglur.
Hvert mál skal rætt í tveimur umræðum á þingfundi, fyrri og seinni umræðu. Þó er heimilt að afgreiða mál í einni umræðu og án umfjöllunar fastanefndar kirkjuþings mæli enginn kirkjuþingsfulltrúi gegn því.
Mál er sett á dagskrá þingfundar samkvæmt nánari ákvörðun forseta.
Verði tvær umræður um þingmál gildir eftirfarandi um málsmeðferð. Flutningsmaður mælir fyrir málinu í fyrri umræðu og gerir tillögu um vísun til tiltekinnar þingnefndar. Að fyrri umræðu lokinni eru greidd atkvæði um hvort málinu skuli vísað til síðari umræðu. Ef það er samþykkt eru greidd atkvæði um tillögu um vísun til þingnefndar. Ef sú tillaga er samþykkt í atkvæðagreiðslunni gengur málið til hlutaðeigandi nefndar. Nefndin fjallar um málið á nefndarfundi með samræðum og eftir atvikum með gagnaöflun og viðtölum við þá aðila sem málið varðar eða sérfræðinga á málasviðinu. Nefndin afgreiðir mál frá sér og getur verið um eftirfarandi að ræða: Þingnefnd getur mælt með því að tillaga sé samþykkt óbreytt eða lagt fram breytingatillögu. Einnig gæti nefnd lagt til að tillaga verði ekki samþykkt.
Þingnefnd skilar frá sér nefndaráliti sem er rökstuðningur fyrir afgreiðslu nefndarinnar og breytingatillögu ef því er að skipta. Stundum er viðbótarályktun frá þingnefnd í máli. Getur þá verið um að ræða að lagt sé til að tilteknum þáttum máls sé frestað uns fjallað hafi verið um það á öðrum kirkjulegum vettvangi, t.d. á héraðsfundum. Einnig getur verið um að ræða tilmæli eða ábendingar til kirkjustjórnarinnar sem tengjast málinu. Forseti setur að þessu búnu málið á dagskrá til annarrar umræðu og atkvæðagreiðslu. Mælt er fyrir nefndarálitinu af einum nefndarmanna hlutaðeigandi þingnefndar og önnur umræða fer síðan fram. Að henni lokinni fer fram atkvæðagreiðsla um málið og úrlausn þingnefndarinnar. Atkvæðagreiðslan getur verið í nokkrum liðum þ. e. um einstaka málsliði í senn, allt eftir eðli málsins og úrlausn þingnefndarinnar.
Að lokinni atkvæðagreiðslu liggur fyrir formleg og endanleg úrlausn kirkjuþings á málinu. Sú úrlausn er birt á vef kirkjunnar og nefnist endanleg útgáfa málsins Gerð kirkjuþings. Ef um starfsreglur er að ræða eru þær birtar á vef kirkjunnar.
Sérstakar reglur gilda þegar nýkjörið kirkjuþing kemur saman m.a. skal forseti þingsins kjörinn til fjögurra ára.
Fyrirspurnatími er á hverju kirkjuþingi. Þá geta kirkjuþingsmenn lagt fram fyrirspurnir til biskups Íslands, vígslubiskupanna á Hólum og í Skálholti og stjórnar Þjóðkirkjunnar.
Forsætisnefnd
Forsætisnefnd kirkjuþings er mynduð af forseta og varaforsetum. Nefndin er forseta til aðstoðar við undirbúning þinghalds, yfirferð fram kominna þingmála og við tillögur að skipan í nefndir.
Í forsætisnefnd sitja:
Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings,
Kristrún Heimisdóttir, fyrsti varaforseti kirkjuþings
Steindór R. Haraldsson, annar varaforseti kirkjuþings
Allsherjarnefnd
Nefndin er skipuð 10 kirkjuþingsmönnum. Allsherjarnefnd fær þær skýrslur sem skylt er að leggja fram á kirkjuþingi til umfjöllunar svo og öll önnur þingmál, sem falla utan verksviðs hinna nefndanna.
Í allsherjarnefnd sitja:
Auður Thorberg, formaður
Sr. Axel Árnason Njarðvík, varaformaður
Áslaug Kristjánsdóttir
Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Ríkharður Ibsen
Ólafur Gestur Rafnsson
Rúnar Vilhjálmsson
Sr. Stefán Már Gunnlaugsson
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
Fjárhagsnefnd
Nefndin er skipuð 9 kirkjuþingsmönnum. Nefndin skal fá til umsagnar fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar og yfirlit reikninga kirkjulegra embætta, stofnana og sjóða kirkjunnar sem séu endurskoðaðir svo og önnur mál fjárhagslegs eðlis sem fram eru borin á þinginu.
Í fjárhagsnefnd sitja:
Sr. Arna Grétarsdóttir
Árni Helgason
Einar Örn Björgvinsson
Einar Már Sigurðarson
Sr. Guðni Már Harðarson
Sr. Hildur Inga Rúnarsóttir
Margrét Eggertsdóttir, formaður
Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, varaformaður
Steindór R. Haraldsson
Löggjafarnefnd
Nefndin er skipuð 9 kirkjuþingsmönnum. Nefndin skal fjalla um öll þau mál sem fram eru borin á þinginu og varða löggjöf og starfsreglur.
Í löggjafarnefnd sitja:
Sr. Bryndís Malla Elídóttir, formaður
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
Sr. Elínborg Sturludóttir
Sr. Jóhanna Gísladóttir
Konráð Gylfason
Kristrún Heimisdóttir
Sr. Magnús Erlingsson
Óskar Magnússon
Stefán Magnússon
Kjörbréfanefnd
Nefndin er kosin til fjögurra ára við upphaf nýkjörins kirkjuþings. Nefndin rannsakar kjörbréf, kosningu þingmanna og kjörgengi.
Í kjörbréfanefnd sitja:
Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson
Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir
Margrét Eggertsdóttir
Steindór R. Haraldsson formaður
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
Á kirkjuþingi sitja 29 þingfulltrúar kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára. Leikmenn, sem skulu lögum samkvæmt vera fleiri en vígðir, eru 17 talsins og vígðir 12. Kosningar eru rafrænar. Næst verður kosið til kirkjuþings árið 2026.
Leikmenn
Kjördæmi leikmanna eru níu talsins. Þau ná yfir eitt eða fleiri prófastsdæmi. Úr þremur fjölmennustu kjördæmunum, þ.e. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og eystra og Kjalarnesprófastsdæmi koma þrír leikmenn úr hverju kjördæmi fyrir sig. Úr Eyjarfjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og Suðurprófastsdæmi koma tveir leikmenn úr hvoru kjördæmi fyrir sig. Úr öðrum kjördæmum kemur einn leikmaður fyrir hvert kjördæmi. Kjörnir eru tveir varamenn í hverju kjördæmi. Þó eru kjörnir þrír í þremur fjölmennustu kjördæmunum.
Vígðir
Kjördæmi vígðra manna eru þrjú talsins. Úr Reykjavíkurkjördæmi koma sex vígðir menn og þrír til vara. Úr Skálholtskjördæmi og Hólakjördæmi koma þrír vígðir menn úr hvoru kjördæmi fyrir sig og tveir til vara í hvoru kjördæmi.
Áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt
Málfrelsi og tillögurétt á fundum kirkjuþings hafa, auk kirkjuþingsfulltrúa, biskup Íslands, vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum, framkvæmdastjóri Þjóðkirkjunnar, fulltrúi guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands og fulltrúi kirkjuþings unga fólksins.
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
2. kjördæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Arna Grétarsdóttir
1. Reykjavíkurkjördæmi vígðir
Arnfríður Guðmundsdóttir
Fulltrúi Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands
Árni Helgason
2. kjördæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Áslaug I. Kristjánsdóttir
4. kjördæmi, Vesturlandsprófastsdæmi
Auður Thorberg Jónasdóttir
7. kjördæmi, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Axel Árnason Njarðvík
2. Skálholtskjördæmi vígðir
Ásmundur Máni Þorsteinsson
Fulltrúi Kirkjuþings unga fólksins
Bryndís Malla Elídóttir
1. Reykjavíkurkjördæmi vígðir
Drífa Hjartardóttir
9. kjördæmi, Suðurprófastsdæmi
Einar Már Sigurðarson
8. kjördæmi, Austurlandsprófastsdæmi
Einar Örn Björgvinsson
3. kjördæmi, Kjalarnesprófastsdæmi
Elínborg Sturludóttir
1. Reykjavíkurkjördæmi vígðir
Eva Björk Valdimarsdóttir
1. Reykjavíkurkjördæmi vígðir
Gígja Eyjólfsdóttir
3. kjördæmi, Kjalarnesprófastsdæmi
Gísli Gunnarsson
3. Hólakjördæmi vígðir
Guðni Már Harðarson
1. Reykjavíkurkjördæmi vígðir
Hildur Inga Rúnarsdóttir
2. Skálholtskjördæmi vígðir
Jóhanna Gísladóttir
3. Hólakjördæmi vígðir
Jónína Rós Guðmundsdóttir
1. kjördæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Konráð Gylfason
2. kjördæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Kristrún Heimisdóttir
1. kjördæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Magnús Erlingsson
2. Skálholtskjördæmi vígðir
Margrét Eggertsdóttir
3. kjördæmi, Kjalarnesprófastsdæmi
Ólafur Gestur Rafnsson
5. kjördæmi, Vestfjarðaprófastsdæmi
Óskar Magnússon
9. kjördæmi, Suðurprófastsdæmi
Rúnar Vilhjálmsson
1. kjördæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Sigurður Grétar Sigurðsson
1. Reykjavíkurkjördæmi vígðir
Stefán Magnússon
7. kjördæmi, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Steindór Runiberg Haraldsson
6. kjördæmi, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
3. Hólakjördæmi vígðir