
Stjórn og skipurit
Stjórnin skal kosin árlega á síðasta fundi reglulegs kirkjuþings að hausti. Stjórnin starfar á ábyrgð kirkjuþings og lýtur boðvaldi þingsins. Stjórnina skipa fimm kirkjuþingsfulltrúar úr röðum aðalmanna, þrír úr hópi óvígðra og tveir úr hópi vígðra. Þrír varamenn eru kosnir með sama hætti. Formaður komi úr hópi leikmanna og skal kosinn sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Gæta skal að kynjahlutföllum við kosningu í stjórn. Formenn og varaformenn fastanefnda geta ekki verið í stjórn Þjóðkirkjunnar. Stjórnin fer með æðsta vald í fjármálum kirkjunnar milli þinga innan þeirra marka er starfsreglur um fjármál setur henni.