Mynd sem tengist textanum

Styrktarsjóðir

Þrír verkefnasjóðir á vegum Þjóðkirkjunar úthluta árlegum styrkjum til eflingar kirkjustarfs og viðhaldi eigna.

Jöfnunarsjóður sókna fær hluta af afgjaldi ríkisins til Þjóðkirkjunar til úthlutnar ár hvert og er hlutverk hans að jafna stöðu sókna með það fyrir augum að fámennar sóknir geti áfram sinnt hlutverki sínu. Aðeins sóknir geta sótt um úthlutun úr Jöfnunarsjóði. Kristnisjóður úthlutar styrkjum til hvers konar starfsemi sem eflir kristna trú á Íslandi og geta félög og stofnanir til jafns við sóknir til dæmis sótt um úthlutanir úr sjóðinum. Loks úthlutar Kynningar-, fræðslu og útgáfusjóður kirkjunnar (KFÚ) styrkjum til verkefna sem styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.

Nánari upplýsingar um þessa þrjá sjóði má finna hér að neðan.