Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Biskupsstofa

Prests- og djáknanemar í starfsþjálfun á Biskupsstofu

Prests- og djáknanemar í starfsþjálfun á Biskupsstofu.

Biskupsstofa er embættisskrifstofa Biskups Íslands og skrifstofa Kirkjuráðs og kirkjuþings. Hún gegnir margháttuðu hlutverki við stjórnun og reikningshald kirkjunnar, og veitir sóknum, sjóðum og stofnunum kirkjunnar ýmsa þjónustu. Biskupsstofa annast almennt fyrirsvar vegna Þjóðkirkjunnar og sameiginlegra mála hennar, samskipti og samstarf við hinar ýmsu stofnanir svo og erlend samskipti.

Auk starfsmannahalds, fjármálaumsýslu og stjórnsýslu, annast Biskupsstofa verkefni á sviði fræðslumála, kærleiksþjónustu, guðfræði og þjóðmála, kirkjutónlistar og helgihalds, upplýsingamála og samkirkjutengsla. Hlutverk Biskupsstofu er umfram allt að hvetja og styðja aðrar stofnanir kirkjunnar, presta og sóknir, til að sækja fram í starfi og þjónustu.

Verkefni á Biskupsstofu

Starfsmannamál eru umfangsmikið verkefni á Biskupsstofu. Þau lúta að hinum vígðu þjónum kirkjunnar og starfsmönnum kirkjulegra stofnana. Öll svið Biskupsstofu hafa það að meginmarkmiði að móta og framfylgja stefnu kirkjunnar á einstökum verksviðum og styðja við starf sókna og stofnana er starfa á þeim sviðum.

Framtíðarsýn

Þjóðkirkjan vill þróa starfshætti og vinnubrögð á vettvangi safnaða sinna og stofnana sem geri henni kleift að sækja fram með fagnaðarerindið og smíða brýr milli fólks og menningarheima í fjölþættu samfélagi nútímans. Biskupsstofa vill örva rannsóknir á kirkju, trú og lífsskoðunum í samtímanum, stöðu og hlutverki kirkjunnar, og stuðla að þróun kirkjustarfs og þjónustu. Minna þarf á og efla fræðslu um skuldbindingar þjóðkirkjunnar varðandi mannréttindi og jafnan rétt karla og kvenna.