Mynd sem tengist textanum
Mynd sem tengist textanum

SÁLGÆSLA

Sálgæsla fer fram í trúnaðarsamtali prests, djákna eða annars sérmenntaðs starfsfólks kirkjunnar við hvern þann sem kýs að leita til kirkjunnar með vandamál sín, tilfinningar eða lífsreynslu. Sálgæsla er samvinna starfsfólks kirkjunnar með einstaklingi, hjónum, fjölskyldum eða hópum. Sálgæsla byggist fyrst og fremst á því að hlusta á og leiðbeina þeim sem standa á einhvers konar krossgötum og leita þess vegna eftir sálgæsluþjónustu kirkjunnar.