Laus störf
Starfsreglur
Starfsreglur kirkjuþings og leiðbeinandi reglur biskups Íslands um ráðningar má finna hér undir flipanum "Ráðning í prestsstörf og starfslok“.
Heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá
Eyðublað umsækjanda um heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá um þau brot sem greinir í 6. gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf má sækja hér: samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra
Ósk um nafnleynd vegna umsóknar um starf
Ábending vegna skila á umsóknum
Þegar sótt er um auglýst starf skal umsækjandi ganga úr skugga um að staðfesting á móttöku umsóknar berist.
Staðfesting birtist á umsóknarsíðu þegar umsækjandi hefur sent inn umsókn. Einnig berst tölvupóstur um staðfestingu umsóknar á skráð netfang í umsókn .
Ef þessar staðfestingar koma ekki skal hafa samband við Biskupsstofu eða senda tölvupóst á netfangið kirkjan [hjá] kirkjan.is
Biskup Íslands auglýsir eftir svæðisstjóra æskulýðsmála fyrir Kjalarness- og Reykjavíkurprófastdæmi eystra og vestra
Helstu verkefni:
Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi barna á grunnskólaaldri, og heildaryfirsýn með æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar á svæðinu.
Vinnur að átaksverkefnum innan prófastsdæmanna í kirkjulegu barnastarfi og æskulýðsmálum.
Vinnur með starfsfólki safnaða að undirbúningi barna og æskulýðsstarfs.
Boðar æskulýðsleiðtoga til reglulegra samráðsfunda.
Heldur námskeið og veitir fræðslu til æskulýðsleiðtoga.
Skipuleggur og heldur utan um æskulýðsmót og aðra viðburði.
Hefur umsjón með Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar í prófastsdæmunum.
Samstarf við fræðslusvið Þjóðkirkjunnar og aðra svæðisstjóra æskulýðsmála.
Svæðisstjóri kynni sér stefnumörkun og samþykktir kirkjuþings s.s. fræðslustefnu þjóðkirkjunnar varðandi kirkjulegt starf fyrir ungmenni og vinnur í samræmi við samþykktir héraðsnefndar svæðisins.
Situr fyrir hönd kirkjunnar í forvarnarhópunum Saman og Náum áttum.
Menntunar og hæfniskröfur:
Háskólapróf og reynsla sem nýtist í starfi
(t.d. guðfræðingur, djákni, kennari, tómstunda- og félagsmálafræðingur).
Þekking og reynsla af kirkjulegu starfi
Framúrskarandi færni í samskiptum.
Farsæl reynsla af starfi með börnum og ungmennum.
Frumkvæði, sjálfstæði og reynsla af teymisvinnu.
Skipulagshæfni.
Góð íslenskukunnátta.
Aðrar upplýsingar
Um er að ræða 100% starf.
Hreint sakavottorð er áskilið í samræmi við lög sem og reglur Þjóðkirkjunnar. Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Tengil á eyðublaðið er að finna hér.
Frekari upplýsingar um starfið veita: Bryndís Malla Elídóttir prófastur og Ragnhildur Ásgeirsdóttir skristofu- og mannauðsstjóri Biskupsstofu
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar Þjóðkirkjunnar og Fræðagarðs.
Staðsetning: Breiðholtskirkja
Umsóknarfrestur er til 22. maí nk.
Viðkomandi þarf að geta tekið til starfa 1. ágúst 2025.
Svæðisstjórnin nær yfir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Kjalarnessprófastsdæmi.
Sótt er um starfið hjá Alfred.is - sækja um starf