Laus störf - sóknir

Auglýst störf hjá sóknum

Starf organista við Digranes- og Hjallaprestakall

Laust er til umsóknar starf organista við Digranes- og Hjallaprestakall. Um er að ræða 100% starf.

Eitt af aðalverkefnum organista verður að byggja upp kórastarf við sameinað prestakall. Umsækjandi þarf að eiga gott samstarf við starfsfólk og presta kirkjunnar og taka virkan þátt í helgihaldi og tónlistarlífi sóknanna beggja.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Umsækjandi þarf að hafa breiða og víðtæka tónlistarreynslu og geta spilað jöfnum höndum á orgel og píanó. Menntun í kirkjutónlist er nauðsynleg. Umsækjandi þarf að hafa góðan vilja til að vinna að nýjungum í fjölbreyttu helgihaldi. Reynsla af starfi með börnum og öldruðum er mikilvæg.

Krafist er framúrskarandi samskiptahæfni, sköpunargáfu, vilja til að sýna frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

Helstu verkefni:

Spila við helgihald í báðum kirkjum tvisvar til þrisvar í mánuði, allar stórhátíðir og fermingarathafnir
Uppbygging og stjórnun barnakórs og áhugamannakórs
Umsjón með kórum og tónlist í fjölbreyttu helgihaldi
Undirleikur af og til á hjúkrunarheimilum og í stuttum samverustundum
Viðkomandi þarf að geta hafið störf þann 25. ágúst 2024. Laun samkvæmt kjarasamningi og launataxta FÍH.

Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. júlí nk.

Upplýsingar um starfið veitir Andrés Jónsson formaður sóknarnefndar Hjallakirkju í síma 860 1726 og Ásta Magnúsdóttir gjaldkeri Digranessóknar í síma 894-4314.

Umsókn sendist rafrænt ásamt kynningarbréfi og ferilskrá á netfangið aj616javerk@gmail.com 

Öllum umsóknum verður svarað.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.