Prestskosning í Hofsprestakalli,

19. september 2017

Prestskosning í Hofsprestakalli,

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum og með vísan 15. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum, ákveðið að fram fari almenn prestskosning í Hofsprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi. Kosningin verður rafræn og stendur frá kl. 12:00 þann 20. október 2017 til kl. 12:00 þann 3. nóvember 2017.

Einn er í kjöri, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, mag. theol. 

Sé aðeins einn umsækjandi í kjöri telst hann kjörinn hljóti hann meirihluta greiddra atkvæða, sbr. 21. gr. starfsreglna nr. 144/2016.

Á kjörskrá skal taka þá sem skráðir eru í íslensku þjóðkirkjuna og eiga lögheimili í prestakallinu þremur vikum fyrir kjördag. Jafnframt er það skilyrði kosningarréttar að kjósandi hafi náð 16 ára aldri á þeim degi sem kosningu lýkur, þ.e. 3. nóvember 2017.

Kjörskrá verður lögð fram á aðgangsstýrðum vef  þann 29. september 2017. Slóð á vefinn er hægt að nálgast á vefsíðunni kirkjan.is. Þar getur kjósandi flett upp hvort hann sé á kjörskrá. Við aðgangsstýringuna er notuð almenn innskráningarþjónusta þ.e. rafræn skilríki eða Íslykill Þjóðskrár Íslands.

Unnt er að gera athugasemdir við kjörskrá eftir framlagningu hennar. Kjörstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir sem henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Athugasemdir vegna kjörskrár sem berast kjörstjórn eftir kl. 12:00 þann 17. október 2017 verða ekki teknar til meðferðar, sbr. 3. mgr. 17. gr. starfsreglna nr. 144/2017.

Unnt er að senda athugasemdir vegna kjörskrár á netfangið kirkjan@kirkjan.is. Allar nánari upplýsingar veitir Hanna Sampsted í síma 528-4000.

Ákvörðun kjörstjórnar um leiðréttingu á kjörskrá má skjóta til yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar.

 

 

Reykjavík, 19. september 2017

f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar

Hjördís Stefánsdóttir, formaður

    Logo.jpg - mynd

    Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

    06. maí 2025
    Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
    Sr. Karen Hjartardóttir

    Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

    05. maí 2025
    ...í Setbergsprestakall
    Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

    Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

    01. maí 2025
    Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.