Marteinn Lúther – Úrval rita I

1. desember 2017

Marteinn Lúther – Úrval rita I

Útgáfuhátíð var haldin í Neskirkju föstudaginn 1. desember kl.16.30 – 18.00 þar sem fyrra bindi af völdum ritum Lúthers var kynnt. Dr. Gunnar J. Gunnarsson formaður Nefndar um fimm alda minningu siðbótar flutti ávarp og dr. Gunnar Kristjánsson flutti erindi. Gestum var boðið að kaupa bókina á forsöluverði og fylgdi hverju eintaki plakat með 95 tesum Lúthers.

Skálholtsútgáfan gefur ritin út í samstarfi við Nefnd um fimm alda minningu siðbótar. Dr. Gunnar Kristjánsson er aðalþýðandi verkanna og hefur búið til prentunar valin rit eftir Martein ­Lúther sem gefin verða út í tveimur bindum. Síðara bindið kemur út á fyrri hluta næsta árs. Fæst ­þessara rita hafa áður komið út á íslensku og liggur því mikið þýðingarstarf að baki. Þau rit sem þegar hafa komið út hérlendis eru ­endurskoðuð frá grunni, meðal annars með hliðsjón af nýjum erlendum útgáfum á verkum ­Lúthers. Ritstjórn skipa dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, dr. ­Gunnar J. Gunnarsson og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.

Meðal efnis sem ekki hefur áður birst á íslensku eru nokkrar prédikanir Lúthers, borðræður, skýringarrit, deilurit og bréf. Sem dæmi má finna bréf siðbótarmannsins til Leós 10. páfa sem bannfærði Lúther og til Karls 5. keisara sem gerði hann útlægan. Þarna eru grundvallarrit lúterskrar kristni um samband ríkis og kirkju, hvatning Lúthers til ­borgarráðsmanna um að stofna skóla og reka þá með sóma, bréf hans til bænda og fursta í aðdraganda bænda­uppreisnarinnar um að reynt verði til hins ýtrasta að ná sáttum. Ritin opna sögusvið siðbótartímans sem hafði áhrif á ­sögulega þróun Evrópu næstu aldir.

Streymi frá útgáfuhátíðinni má nálgast hér:

  • Útgáfa

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta