Vatn er von

4. desember 2017

Vatn er von

Eþíópía er eitt af fátækustu ríkjum heims, númer 174 á lista 188 ríkja á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (samkvæmt skýrslu frá því í mars 2017). Ríkið er það næstfjölmennasta í Afríku með 94,4 milljónir íbúa en um 45% þjóðarinnar er yngri en 15 ára og nær þriðjungur hennar er yngri en 24 ára að aldri.

Langflestir íbúanna, eða um 80%, búa í dreifbýli og hafa lifibrauð sitt af landbúnaði sem er háður úrkomu sem er af skornum skammti. Aðstæður þeirra sem búa í dreifbýli eru mun lélegri en þeirra sem búa í þéttbýli. Landeyðing og uppskerubrestur í landinu eru að hluta til rakin til loftslagsbreytinga, þurrkar eru tíðir og regntíminn ótryggur þar sem veðurfar er að breytast. Fleiri en tíu milljónir íbúa þurftu utanaðkomandi neyðaraðstoð vegna þurrka og uppskerubrests árið 2016.

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans býr fólk við sára fátækt þegar það hefur minna en 1,9 bandaríkjadala til að lifa á dag hvern. Árið 2013 bjuggu 767 milljónir jarðarbúa við sára fátækt. Meira en helmingur þeirra eða 389 milljónir bjuggu í Afríku sunnan Sahara. Flestir sárafátækra störfuðu við landbúnað í dreifbýli, meira en helmingur þeirra var yngri en 18 ára og höfðu ekki átt kost á skólagöngu.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur því góða ástæðu til að starfa með sjálfsþurftarbændum í afskekktu Sómalíufylki sem er eitt af fjórum fátækustu fylkjum í Eþíópíu. Með því að tryggja fólkinu aðgengi að drykkjarhæfu vatni, hjálpa því til sjálfbærni í landbúnaði og stuðla að auknu jafnrétti leggur Hjálparstarfið lóð sín á vogarskálarnar til að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og útrýmingu fátæktar náist fyrir árið 2030.

Send er valgreiðsla að upphæð 2.500 krónur í heimabanka landsmanna en einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og leggjast þá 2.500 kr á næsta símreikning. Framlag að eigin vali er hægt að gefa á framlag.is eða leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499.

Nánari upplýsingar:

Kristín Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi, í síma 528 4406 / 6155563 kristin@help.is.
  • Hjálparstarf

  • Hjálparstarf

  • Jól

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi