Móðir, missir, máttur

6. desember 2017

Móðir, missir, máttur

Bókin Móðir, missir, máttur segir frá frásögnum þriggja íslenskra kvenna af barnsmissi, sorginni og hvað varð þeim til hjálpar. Á nærgætinn hátt draga þær upp mynd af þeim mikla missi sem þær urðu fyrir. En missirinn varð að mætti og þær stöllur segja frá því hvernig þær fundu von í þrengingum, sáu ljós í myrkrinu. Tilfinningarík og blátt áfram frásögn þeirra Veru Bjarkar Einarsdóttur, Oddnýjar Garðarsdóttur og Þórönnu Sigurbergsdóttur er einstök og grípandi. Lífsleiknibók sem vert væri að lesa og minnir á að sorgin og gleðin eru systur!

Bókin er fáanleg í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31

  • Útgáfa

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju