Opinn eldur

7. desember 2017

Opinn eldur

Gjörningurinn “Opinn eldur” verður fluttur við útialtarið við Esjuberg á Kjalarnesi kl. 17:00 þann 10. desember n.k. á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna.

Í ár er haldið upp á það að 500 ár eru síðan Marteinn Lúther, sem kirkjudeild okkar er kennd við, hengdi upp 95 mótmæli til siðbótar á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Fyrir réttlætinu barðist Lúther og var bannfærður af páfa fyrir vikið.

Hinn 10. desember árið 1520 brenndi Lúther bannfæringarbréf páfa (Exurge Domine) ásamt nokkrum lagabókum rómversk-kaþólsku kirkjunnar og fleiri ritum sem hann taldi að stangaðist á við boðskap Biblíunnar. Eftir þennan atburð gaf páfi frá sér endanlega bannfæringarskipun eða hinn 3. janúar 1521. Á þeim stað er brennan fór fram í Wittenberg stendur nú Lúthers – eikin.

Mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna er einnig 10. desember og mun Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands flytja stutt ávarp við brennuna. Fulltrúar barna og unglinga, útlendinga, kvenna og fleiri hópa munu á táknrænan hátt brenna það óréttlæti sem fólk hefur orðið fyrir. Samveran “Opinn eldur” er gjörningur þar sem öllum er velkomið að brenna óréttlæti heimsins. Blöð og skriffæri verða á staðnum.

Nefnd um fimm alda minningu siðbótar býður til þessa gjörnings og er Sögufélagið Steini á Kjalarnesi samstarfsaðili ásamt sóknarpresti og sóknarnefnd Brautarholtssóknar. Sögufélagið Steini hefur haft veg og vanda að því að reisa útialtarið við Esjuberg.

Sóknarnefnd Brautarholtssóknar býður til aðventuhátíðar í Fólkvangi að lokinni brennu eða kl. 18 og býður gestum upp á heitt kakó og léttar veitingar. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur hátíðarræðu, sunnudagaskólabörnin syngja, Hulda Björnsdóttir leikur á píanó og Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir bæn.

  • Trúin

  • Viðburður

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.