Opinn eldur

07. desember 2017

Opinn eldur

Gjörningurinn “Opinn eldur” verður fluttur við útialtarið við Esjuberg á Kjalarnesi kl. 17:00 þann 10. desember n.k. á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna.

Í ár er haldið upp á það að 500 ár eru síðan Marteinn Lúther, sem kirkjudeild okkar er kennd við, hengdi upp 95 mótmæli til siðbótar á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Fyrir réttlætinu barðist Lúther og var bannfærður af páfa fyrir vikið.

Hinn 10. desember árið 1520 brenndi Lúther bannfæringarbréf páfa (Exurge Domine) ásamt nokkrum lagabókum rómversk-kaþólsku kirkjunnar og fleiri ritum sem hann taldi að stangaðist á við boðskap Biblíunnar. Eftir þennan atburð gaf páfi frá sér endanlega bannfæringarskipun eða hinn 3. janúar 1521. Á þeim stað er brennan fór fram í Wittenberg stendur nú Lúthers – eikin.

Mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna er einnig 10. desember og mun Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands flytja stutt ávarp við brennuna. Fulltrúar barna og unglinga, útlendinga, kvenna og fleiri hópa munu á táknrænan hátt brenna það óréttlæti sem fólk hefur orðið fyrir. Samveran “Opinn eldur” er gjörningur þar sem öllum er velkomið að brenna óréttlæti heimsins. Blöð og skriffæri verða á staðnum.

Nefnd um fimm alda minningu siðbótar býður til þessa gjörnings og er Sögufélagið Steini á Kjalarnesi samstarfsaðili ásamt sóknarpresti og sóknarnefnd Brautarholtssóknar. Sögufélagið Steini hefur haft veg og vanda að því að reisa útialtarið við Esjuberg.

Sóknarnefnd Brautarholtssóknar býður til aðventuhátíðar í Fólkvangi að lokinni brennu eða kl. 18 og býður gestum upp á heitt kakó og léttar veitingar. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur hátíðarræðu, sunnudagaskólabörnin syngja, Hulda Björnsdóttir leikur á píanó og Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir bæn.

  • Trúin

  • Viðburður

Hallgrímskirkja í Saurbæ. Þar urðu Passíusálmarnir til en talið er að sr. Hallgrímur hafi ort þá á árunum 1656-1659. Mynd tekin á föstudaginn langa 2019.
09
apr.

Veiran raskar hefð en sigrar ekki

Passíusálmarnir og föstudagurinn langi
Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta, fyrir altari, sr. Vigfús Bjarni Albertsson, og fjær sr. Ingólfur Hartvigsson
09
apr.

Allt er öðruvísi

Prestar og djákni í spítalaklæðum
Dómkirkjan í Reykjavík segir: Horfðu og hlustaðu heima!
08
apr.

Helgihald innanhúss

um bænadaga og páska í sjónvarpi og útvarpi