Opið bréf til forseta

8. desember 2017

Opið bréf til forseta

Lúterska heimssambandið, sem þjóðkirkjan er hluti af, sendi í gær frá sér opið bréf til Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, þar sem forseti sambandsins, dr. Panti Filipus Musa, og framkvæmdastjóri þess, dr. Martin Junge, lýsa yfir miklum áhyggjum af ákvörðun hans um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Um sögulega ákvörðun er að ræða sem gæti haft mikil áhrif á ástandið í Mið Austurlöndum og í heiminum öllum.

Í bréfinu segir að þessi einhliða ákvörðun Trumps brjóti í bága við þá stöðu sem Jerúsalem hefur gengt lengi, en bæði Palestínumenn og Ísraelsríki hafa meðal annars barist fyrir því að fá Jerúsalem viðurkennda sem höfuðborg sína.

Lúterska heimssambandið lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin vegna ákvörðunar Trumps og segja hana mikla hindrun í þeim friðaráætlunum sem settar hafa verið á í málum þessara tveggja aðila. Hún muni leiða til aukins ofbeldis í Mið Austurlöndum og heiminum öllum. Mið austurlönd og heimurinn allur þarf á meiri friði að halda, ekki meira ofbeldi, segir í bréfinu.

Á heimsþingi Lúterska heimssambandsin í Windhoek í Namibíu í vor kallaði Lúterska heimssambandið eftir samþykkt um þessi mál þar sem meðal annars kom fram vilji til þess að Jerúsalem yrði viðurkennd sem sameiginleg borg þessara tveggja aðila, sem öll trúarbrögð hefðu greiðan aðgang að.

Lúterska heimssambandið hvetur Donald Trump því til þess að endurskoða ákvörðun sína; til þess að leita marghliða úrlausna í þessu erfiða máli, en ekki taka einhliða ákvarðanir. Sambandið biður Trump um að hvetja heldur Ísraelsríki og Palestínu til þess að koma aftur að samningaborðinu, horfast í augu og leita friðar sín á milli.

Bréfið í heild má finna hér: https://www.lutheranworld.org/sites/default/files/2017/171206to_president_trump.pdf

Frétt frá séra Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur, sem starfar í stjórn Lúterska heimssambandsins
  • Alþjóðastarf

  • Ályktun

HAìDEGISTOìNLEIKAR copy.png - mynd

Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?

03. des. 2024
...hádegistónleikar í Hallgrímskirkju
Prestur og biskup Íslands

Gamalli hefð haldið við

02. des. 2024
...messa í Háskólakapellunni á fullveldisdaginn
Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju