Gleðilegt nýtt ár

30. desember 2017

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár

Biskupsstofa er lokuð á gamlársdegi og verður næst opin þriðjudaginn 2. janúar. Helgihald er í kirkjunum um land allt á gamlársdegi og nýársdegi. Upplýsingar um helgihaldið er að finna í dagbókinni á kirkjan.is og á vefjum sókna og prófastsdæma.

Hátíðarguðsþjónusta á nýársdegi verður send út á Rás 1 kl. 11 frá Dómkirkjunni. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédikar, dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars dómorganista.

Starfsfólk Biskupsstofu óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs.
  • Auglýsing

Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg valin prófastur

08. apr. 2025
...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra