1. janúar 2018
Samtakamáttur er lykilorð í umhverfis- og jafnréttismálum
Samtakamáttur er lykilorð í umhverfis- og jafnréttismálum
Umhverfismál, náttúruvernd og mikilvægi þess að heimsbyggðin sameinist í baráttunni gegn loftlagsbreytingum var megininntakið í nýárspredikun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, í Dómkirkjunni í Reykjavík í morgun. Þá gerði hún jafnréttismál og kynbundið ofbeldi að umræðuefni.
Biskup sagði sköpunarverkið eiga undir högg að sækja vegna ójafnvægis, misnotkunar og ofnotkunar í heiminum. Nú þurfi þjóðarleiðtogar um allan heim að standa saman og fá almenning í lið með sér. Parísarsamkomulagið verði að halda og það sé einkennilegt að nokkrum detti í hug að hundsa það. Ólíkar vísinda- og fræðagreinar þurfi að leggjast á eitt og kirkjan geti lagt sitt af mörkum til að hafa áhrif á viðhorf almennings til náttúrunnar.
„Umhverfisvandinn sem blasir við er margþættur. Vandinn snertir jörðina og allt sem á henni er. Hann snertir allt lífið á jörðinni, lífsviðhorf, lífsstíl og neyslu og það hefur komið í ljós að afleiðingar loftslagsbreytinganna bitna hvað harðast á fátækustu íbúum jarðar. Umhverfisvandinn snertir því baráttuna fyrir félagslegu réttlæti í heiminum. Þær siðferðislegu spurningar sem vakna í ljósi umhverfisvandans beinast því ekki aðeins að hlutverki okkar gagnvart náttúrunni heldur einnig að stöðu okkar og ábyrgð gagnvart náunganum.”
Biskup fjallaði einnig um jafnréttismál og rifjaði upp skrif Páls postula frá fyrstu öld, þar sem talað er um að allir menn séu jafnir, karlar og konur, þó ekki væru allir eins. Þá hafi Jesús Kristur sýnt jafnrétti í verki, líkt og Biblían greini frá. Það sé umhugsunarvert, að enn í dag skuli þurfa að berjast á hverjum degi fyrir þeim sjálfsögðu réttindum sem jafnrétti er.
“Kynbundið ofbeldi á sér stað eins og margar sögur kvenna bera með sér, sem opinberaðar hafa verið í MeToo byltingunni. Það er ekki ofsögum sagt að flestar konur hafi fundið samsömun með þeim reynslusögum sem þar hafa birst. Ég og fleiri konur innan kirkjunnar getum vitnað um kynbundið ofbeldi sem við höfum ekki þorað að orða fyrr en nú þegar við vitum að margar konur hafa sömu sögu að segja. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann á hvaða sviði sem er. Loftslagsbreytingarnar eru staðreynd. Kynbundið ofbeldi er staðreynd.”
Prédikun biskups í heild sinni má nálgast undir Postillur
Umhverfismál, náttúruvernd og mikilvægi þess að heimsbyggðin sameinist í baráttunni gegn loftlagsbreytingum var megininntakið í nýárspredikun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, í Dómkirkjunni í Reykjavík í morgun. Þá gerði hún jafnréttismál og kynbundið ofbeldi að umræðuefni.
Biskup sagði sköpunarverkið eiga undir högg að sækja vegna ójafnvægis, misnotkunar og ofnotkunar í heiminum. Nú þurfi þjóðarleiðtogar um allan heim að standa saman og fá almenning í lið með sér. Parísarsamkomulagið verði að halda og það sé einkennilegt að nokkrum detti í hug að hundsa það. Ólíkar vísinda- og fræðagreinar þurfi að leggjast á eitt og kirkjan geti lagt sitt af mörkum til að hafa áhrif á viðhorf almennings til náttúrunnar.
„Umhverfisvandinn sem blasir við er margþættur. Vandinn snertir jörðina og allt sem á henni er. Hann snertir allt lífið á jörðinni, lífsviðhorf, lífsstíl og neyslu og það hefur komið í ljós að afleiðingar loftslagsbreytinganna bitna hvað harðast á fátækustu íbúum jarðar. Umhverfisvandinn snertir því baráttuna fyrir félagslegu réttlæti í heiminum. Þær siðferðislegu spurningar sem vakna í ljósi umhverfisvandans beinast því ekki aðeins að hlutverki okkar gagnvart náttúrunni heldur einnig að stöðu okkar og ábyrgð gagnvart náunganum.”
Biskup fjallaði einnig um jafnréttismál og rifjaði upp skrif Páls postula frá fyrstu öld, þar sem talað er um að allir menn séu jafnir, karlar og konur, þó ekki væru allir eins. Þá hafi Jesús Kristur sýnt jafnrétti í verki, líkt og Biblían greini frá. Það sé umhugsunarvert, að enn í dag skuli þurfa að berjast á hverjum degi fyrir þeim sjálfsögðu réttindum sem jafnrétti er.
“Kynbundið ofbeldi á sér stað eins og margar sögur kvenna bera með sér, sem opinberaðar hafa verið í MeToo byltingunni. Það er ekki ofsögum sagt að flestar konur hafi fundið samsömun með þeim reynslusögum sem þar hafa birst. Ég og fleiri konur innan kirkjunnar getum vitnað um kynbundið ofbeldi sem við höfum ekki þorað að orða fyrr en nú þegar við vitum að margar konur hafa sömu sögu að segja. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann á hvaða sviði sem er. Loftslagsbreytingarnar eru staðreynd. Kynbundið ofbeldi er staðreynd.”
Prédikun biskups í heild sinni má nálgast undir Postillur