Hið íslenska Biblíufélag ræður verkefnastjóra

5. janúar 2018

Hið íslenska Biblíufélag ræður verkefnastjóra

Elsta starfandi félag landsins, Hið íslenska Biblíufélag, hefur ráðið Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna. Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann mun halda utan um safnanir fyrir systrafélög í þróunarlöndunum, halda fyrirlestra, sjá um ýmis konar útgáfu til kynningar á ritningunni og annað það sem til fellur og stjórn felur honum.

Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Biblíunni bæði frá guðfræðilegu og bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Guðmundur hefur próf í guðfræði/djáknafræðum, sem og B.A. gráðu og meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Auk meistaraprófs í leiklistarfræðum frá Royal Holloway University of London. Guðmundur hefur sinnt stundakennslu við bæði Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og einnig unnið að fræðistörfum á sínum sérsviðum. Hann er höfundur margra bóka og hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin og unnið til Grímuverðlauna sem leikskáld.

Guðmundur mun eftir sem áður þjónusta Þorlákshafnarprestakall sem djákni í 50% starfshlutfalli en verkefnastjórastaðan hjá Biblíufélaginu er einnig 50%. Guðmundur hefur þegar tekið til starfa.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Umsókn

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð