Upplýsingar vegna tilnefningar og kosningar vígslubiskups í Skálholti

9. janúar 2018

Upplýsingar vegna tilnefningar og kosningar vígslubiskups í Skálholti

Upplýsingar vegna tilnefningar og kosningar
vígslubiskups í Skálholti

Samkvæmt starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, nr. 333/2017 mun fara fram forval (tilnefning) áður en kosning vígslubiskups fer fram.
Rétt til tilnefningar hafa eingöngu þeir vígðu menn sem kosningarréttar njóta, skv. 4. gr., sbr. 3. gr. fyrrnefndra starfsreglna. Heimilt er að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla kjörgengisskilyrði skv. 1. gr. starfsreglnanna. 

Tilnefningin mun verða rafræn og standa frá kl. 12:00 hinn 2. febrúar 2018 og ljúka kl. 12:00 hinn 7. febrúar 2018.


Í 1. mgr. 13. gr. starfsreglna nr. 333/2017 segir:
    Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar fá, að teknu tilliti til 3. mgr., eru í kjöri til biskups Íslands eða vígslubiskups. Ef tveir eða fleiri fá sama fjölda tilnefninga skulu þeir báðir eða allir vera í kjöri. Séu tilnefndir færri einstaklingar     en þrír eru þeir allir í kjöri að teknu tilliti til 3. mgr.

Ákveðið hefur verið að kosning til vígslubiskups í Skálholti fari fram dagana 9. mars til og með 21. mars 2018, en um er að ræða póstkosningu.
Um kosningarrétt við kjör vígslubiskups er fjallað í 4., sbr. 3. gr. starfsreglna nr. 333/2017 og eru ákvæðin svohljóðandi:
                    3. gr.
Kosningarréttur við kjör biskups Íslands.
A. Kosningarréttur vígðra:
Biskup Íslands og vígslubiskupar eiga kosningarrétt við biskupskjör. Auk þeirra á kosningarrétt hver sá sem vígslu hefur hlotið og er:
a) þjónandi prestur eða djákni íslensku þjóð¬kirkjunnar eða hjá íslenskum söfnuði þjóð¬kirkjunnar
erlendis og er í föstu og launuðu starfi sem slíkur, eða
b) þjónandi prestur eða djákni sem lýtur tilsjón biskups Íslands og er í föstu og launuðu starfi
á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi.
Prestur eða djákni í tímabundnu leyfi, allt að tveimur árum, nýtur kosningarréttar.
Prestur sem settur er til þjónustu tímabundið nýtur ekki kosningarréttar nema í þeim tilfellum þar sem ekki er skipaður prestur fyrir.
Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, nýtur ekki kosningarréttar fyrir það embætti sem hann sinnir aukaþjónustu í.
Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs eða ótímabundið til að njóta kosningarréttar.
Prestur eða djákni sem látið hefur af þjónustu nýtur ekki kosningarréttar.
Kosningarrétt eiga vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi.
B. Kosningarréttur leikmanna:
a) kjörmenn prestakalla, sbr. 7. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta
nr. 144/2016, með síðari breytingum,
b) þeir leikmenn sem sæti eiga í kirkjuráði og á kirkjuþingi.

              4. gr.
Kosningarréttur við kjör vígslubiskupa.
Kosningarrétt við vígslubiskupskjör eiga þeir sömu og réttinn eiga skv. 3. gr. og tilheyra prófasts¬dæmi sem er í því umdæmi vígslubiskups sem kosið er í.
Þjónandi prestur eða djákni hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis, sbr. a) lið 1. mgr. 3. gr., nýtur kosningarréttar í umdæmi vígslubiskups í Skálholti.
Þjónandi prestur eða djákni, sbr. b) lið 1. mgr. 3. gr., nýtur kosningarréttar í því umdæmi vígslu¬biskups sem viðkomandi starfar.
Kosningarrétt eiga kirkjuþingsmenn, kirkjuráðsmenn, vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi.


Kjörskrá vegna kosningar vígslubiskups í Skálholti verður lögð fram 19. janúar 2018, kl. 12:00 og skulu skilyrði kosningarréttar þá hafa verið uppfyllt frá 12. janúar 2018.

Almennar upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd tilnefninga og kosninga er í starfsreglum nr. 333/2017, sem unnt er að nálgast á eftirfarandi vefslóð:  Stjórnartíðindi

                                Reykjavík, 5. janúar 2018

                                f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar

                                Hjördís Stefánsdóttir, formaður


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Kosningar

  • Biskup

Skálholt-bók.jpg - mynd

Eitt allra stærsta gripasafn sem til er

27. maí 2024
...annað bindi um fornleifauppgröft í Skálholti komið út
Sr. Steinunn Anna

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir ráðin til Seljasóknar

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu
Sr. Guðlaug Helga

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir ráðin í Mosfellsprestakall

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu.