Táknheimur kristninnar

16. janúar 2018

Táknheimur kristninnar


Þér er boðið að fræðast um guðfræði kirkna og þá táknfræði sem þær birta.

Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur fjallar um guðfræðina og biblíulegar skírskotanir þeirra tákna sem birtast okkur í kirkjubyggingum og helgidómum.

Farið verður í nokkrar lykilspurningar: Hvaða táknheimur birtist okkur í kirkjubyggingum? Hvaða guðfræði er á bak við hann? Í hvaða biblíutexta vísa byggingarnar?. Af hverju er í kirkjum altarisborð, predikunarstóll, skírnarfontur, turn og af hverju eru yfirleitt tröppur upp að kórrýminu innst í kirkjunni o. s. frv? Hvernig hafa kirkjubyggingar þróast í gegnum tíðina?

Fjallað verður sérstaklega um þá biblíutexta sem helst hafa mótað kirkjulist og trúartákn bæði í sögu og samtíma. Þar mætti nefna texta úr Opinberunarbók Jóhannesar og þær hugmyndir sem þar koma fram um hina himnesku Jerúsalem.

Hér er á ferðinni spennandi námskeið þar sem leitast er við að svara spurningum þeirra sem vilja vita meira.

Um kennarann: Dr. dr. Sigurjón Árni er einn fremsti fræðimaður íslendinga í guðfræði. Hann starfar sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og leiðir þar predikunarsamfélag presta. Hann hefur kennt guðfræði bæði við Háskóla Íslands og einnig við Háskólann í Kiel í Þýskalandi. Sigurjón hefur einnig gefið út fjölda bóka um guðfræði og er án vafa afkastamesti guðfræðihöfundur landsins.

Á námskeiðinu verður boðið upp á fyrirlestur og síðan verða umræður um efnið yfir kaffibolla þar sem þátttakendur eru hvattir til að leggja til umræðunnar.

Staður og stund. Fyrirlestrarnir fara fram í Breiðholtskirkju og eru á fimmtudagskvöldum frá 20-22. Alls eru um 10 skipti að ræða. Frá 18. janúar til og með 22. mars. Hægt er að sækja stök fræðslukvöld. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Skráning á námskeiðið er í gegnum netfangið skraning(hjá)kirkjan.is og profaust(hja)centrum.is Einnig er hægt að hringja í síma 567-4810.
  • Frétt

  • Námskeið

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði