Mikilvægi söngs í safnaðarstarfi með eldri borgurum og fólki með heilabilanir

17. janúar 2018

Mikilvægi söngs í safnaðarstarfi með eldri borgurum og fólki með heilabilanir

Ráðstefnan LOFSYNGIÐ DROTTNI, sem fjallar um mikilvægi söngs í safnaðarstarfi með eldri borgurum og fólki með heilabilanir, verður haldin á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma og kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu mánudaginn 29. janúar 2018 kl 16:00 – 20.00 í Breiðholtskirkju.

Erindi flytja: Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Magnea Tómasdóttir söngkona og Kristín Waage organisti, en þær sóttu allar ráðstefnu um þetta efni sem haldin var í Strasbourg í september á vegum evrópskra samtaka um evangelíska kirkjutónlist, European Conference for Protestant Church Music. Auk þess flytur erindi séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti.

Markhópur: Starfsfólk safnaða sem starfar meðal eldra fólks. Ráðstefnan er ókeypis

Skráning: Skráning hjá Eldriborgararáði í síma 567-4810 eða eldriborgararad@kirkjan.is Skráningu lýkur föstudaginn 26. janúar.

Dagskrá:

16:00 Létt hressing og sálmasöngur

16:20 Tilgangur söngs í safnaðarstarfi með eldri borgurum. Erindi flytur Magrét Bóasdóttir

Sálmasöngur

16:35 Boðun fagnaðarerindisins með söng. Erindi flytur Kristján Valur Ingólfsson

Sálmasöngur

16:50 Söngur með fólki með alsheimer/heilabilun. Erindi flytur Magnea Tómasdóttir

Sálmasöngur

17:05 Praktísk útfærsla. Erindi flytur Kristín Waage

Sálmasöngur

17:20 Fyrirspurnir og skipting í hópa

17:50 Kvöldverður

18:30 Hópavinna

19:10 Hópar greina frá niðurstöðum og stuttar umræður

19:45 Fararbæn, söngur og ráðstefnuslit

  • Auglýsing

  • Fræðsla

  • Ráðstefna

  • Fræðsla

Hallgrímskirkja í Saurbæ. Þar urðu Passíusálmarnir til en talið er að sr. Hallgrímur hafi ort þá á árunum 1656-1659. Mynd tekin á föstudaginn langa 2019.
09
apr.

Veiran raskar hefð en sigrar ekki

Passíusálmarnir og föstudagurinn langi
Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta, fyrir altari, sr. Vigfús Bjarni Albertsson, og fjær sr. Ingólfur Hartvigsson
09
apr.

Allt er öðruvísi

Prestar og djákni í spítalaklæðum
Dómkirkjan í Reykjavík segir: Horfðu og hlustaðu heima!
08
apr.

Helgihald innanhúss

um bænadaga og páska í sjónvarpi og útvarpi