Téo van der Weele í heimsókn

21. janúar 2018

Téo van der Weele í heimsókn

Hollendingurinn Téo van der Weele er mörgum Íslendingum kunnur sem andlegur leiðbeinandi og sálgætir eftir margar komur hingað til lands á liðnum áratugum. Sem ungur kristniboði starfaði hann á meðal flóttafólks í Tælandi þar sem þúsundir þörfnuðust áfallahjálpar. Þá hóf hann að þróa aðferð sína sem miðar að því að almennir sjálfboðaliðar geti lært að miðla græðandi mætti Guðs inn í líf annarra.

Téo leggur áherslu á að miðla blessun Guðs og friði og að byggja fólk upp og örva til að verða þeim, sem orðið hafa fyrir áföllum, til stuðnings.

Að þessu sinni starfar Téo í Hjallakirkju, föstudag og laugardag 2. og 3. febrúar.

Námskeiðið, Að fylla tómið í lífi sínu, verður í Lindakirkju sunnudaginn 4. febrúar frá kl. 9:00 til 17:00. Síðari hluta tímans væntanlega hópviðtöl.

Verð fyrir námskeiðið er kr. 5.000,- en kr. 7.000,- fyrir þann takmarkaða fjölda sem fær einkaviðtal (á mánudag). Afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja og þeir sem eiga erfitt með að sækja námskeiðið af fjárhagsástæðum hafi samband.

Nánari upplýsingar og skráning:

Rósa Ólöf Ólafíudóttir, netfang: rosa.olof@simnet.is s. 893 5744

Vigfús Ingvar Ingvarsson netfang: vigfus50@gmail.com, s. 863 6866

Téo predikar í Lindakirkju í guðsþjónustunni kl. 20:00, 4. febrúar.

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði