Nýtt hlutverk vígslubiskupshúss í Skálholti

24. janúar 2018

Nýtt hlutverk vígslubiskupshúss í Skálholti


Kirkjuráð og fasteignasvið Biskupsstofu fékk tvær arkitektastofur, ASK arkitekta og VA arkitekta til að koma með hugmyndir um að breyta vígslubiskupshúsi í Skálholti vegna nýrrar starfsemi. Húsið á að verða móttökuhús fyrir ferðamenn og kirkjugesti ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn. Stuðst var við form arkitektasamkeppni en tillögum skilað undir nafni.

Samkeppnisgögn voru afhent keppendum 10. október 2017. Farin var skoðunarferð til Skálholts 23. október þar sem keppendum gafst kostur á að skoða vígslubiskupshúsið og umhverfi þess. Keppendum gafst tækifæri á að senda inn fyrirspurnir vegna tillögugerðarinnar. Engar fyrirspurnir bárust. Samkeppnistillögum var skilað inn til Biskupsstofu 21. nóvember 2017.

Haldnir voru þrír dómnefndarfundir þar sem farið var gaumgæfilega yfir tillögurnar. Báðar tillögurnar eru skýrt framsettar og vandaðar að allri gerð og gefa góða yfirsýn yfir viðfangsefnið. Tillögurnar eru ólíkar að gerð en þær byggja báðar á núverandi umhverfi frá ólíku sjónarhorni.
Áhersluatriði keppnislýsingar voru:

Innra fyrirkomulag, aðlögun húss að nýrri starfsemi.
Aðkoma og tengingar við nærliggjandi umhverfi og mannvirki.
Samhljómur við aðrar byggingar og umhverfi Skálholts.
Hagkvæmni í byggingu og rekstri

Í dómnefnd sátu

Arnór Skúlason, arkitekt hjá kirkjumálasjóði
Sr. Gísli Gunnarsson, kirkjuráðsmaður
Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti
Helgi Bollason Thóroddsen, arkitekt

Ráðgjafar dómnefndar voru:

Kristófer Tómasson, í stjórn Skálholts
Þorvaldur Karl Helgason, í stjórn Skálholts
Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveitanna

Dómnefndin var sammála um að mæla með tillögu ASK Arkitekta til frekari útfærslu.

Nánari upplýsingar, myndi og myndbönd má finna á leitandi.is
  • Frétt

  • Menning

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins