Kirkjusöngur á mótum tveggja tíma.

5. febrúar 2018

Kirkjusöngur á mótum tveggja tíma.

Kirkjusöngur á mótum tveggja tíma. Hvað var sungið í kirkjunni á 16. öld?

Hugvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu í Lögbergi 101, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:30. Þar mun Árni Heimir Ingólfsson fjalla um: Kirkjusöng á mótum tveggja tíma. Hvað var sungið í íslenskum kirkjum um miðja 16. öld?

Fjallað verður um brot úr tveimur íslenskum söngbókum á Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi sem hafa að geyma kaþólska kirkjusöngva við íslenska texta og bregða ljósi á kirkjusöng á Íslandi á fyrstu áratugum eftir siðaskipti.

Árni Heimir Ingólfsson nam tónlistarfræði við Harvard-háskóla og lauk anðan doktorsprófi árið 2003. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á íslenskri tónlist, bæði í handritum fyrri alda og tónlist 20. aldar, einkum Jóns Leifs. Árni Heimir er listrænn sráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
  • Fræðsla

  • Viðburður

  • Fræðsla

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins