Kirkjusöngur á mótum tveggja tíma.

5. febrúar 2018

Kirkjusöngur á mótum tveggja tíma.

Kirkjusöngur á mótum tveggja tíma. Hvað var sungið í kirkjunni á 16. öld?

Hugvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu í Lögbergi 101, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:30. Þar mun Árni Heimir Ingólfsson fjalla um: Kirkjusöng á mótum tveggja tíma. Hvað var sungið í íslenskum kirkjum um miðja 16. öld?

Fjallað verður um brot úr tveimur íslenskum söngbókum á Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi sem hafa að geyma kaþólska kirkjusöngva við íslenska texta og bregða ljósi á kirkjusöng á Íslandi á fyrstu áratugum eftir siðaskipti.

Árni Heimir Ingólfsson nam tónlistarfræði við Harvard-háskóla og lauk anðan doktorsprófi árið 2003. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á íslenskri tónlist, bæði í handritum fyrri alda og tónlist 20. aldar, einkum Jóns Leifs. Árni Heimir er listrænn sráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
  • Fræðsla

  • Viðburður

  • Fræðsla

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna