Heilabylgjur og handanlíf

7. febrúar 2018

Heilabylgjur og handanlíf

Benedikt Hjartarson heldur fyrirlestur á málstofu Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 12. febrúar nk. kl. 11:40-13:00. Yfirskrift fyrirlestursins er: Heilabylgjur og handanlíf: Um sálarrannsóknir, spíritisma og strangvísindalegar skýringar dulrænna fyrirbrigða á öndverðri 20. öld. Í erindinu verður fjallað um margbrotið samband trúarbragða og raunvísinda og sjónum beint sérstaklega að vettvangi ,,strangvísindalegra” eða ,,empírískra” sálarrannsókna.

Málstofan er öllum opin.

Guðfræðistofnun.
  • Auglýsing

  • Guðfræði

  • Viðburður

Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg valin prófastur

08. apr. 2025
...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra