Fasta fyrir umhverfið

13. febrúar 2018

Fasta fyrir umhverfið

Þá er Fasta fyrir umhverfið komið á netið. Það er 40 daga áskorun um að draga úr vistsporinu og eiga umhverfisvænni hversdag.

Hugmyndin:

Leystu eitt lítið verkefni á dag frá öskudegi fram á páskadag tengt ólíkum þemum, m.a. neyslu, mataræði og plastsóun. Sköpum okkur nýjar og umhverfisvænni venjur!

Til að ná að standa við Parísarsamkomulagið þurfum við öll að leggja okkar að mörkum fyrir plánetuna.

Hægt er að fylgjast með og taka þátt í verkefninu er á facebook.com/fastafyrirumhverfid og hér að þessari síðu á www.eything.com/fasta.

Tilefnið:

Það er sjálfboðavinna kirkjufólks sem er áhugasamt um umhverfisstarf sem lítur hér dagsins ljós. Hér er búið að þýða og staðfæra dagatal fyrir föstuna þar sem fólk leysir lítil verkefni á hverjum degi og vinnur þannig að því að eiga umhverfisvænni hversdag. EcoFast og CarbonLent eru fyrirbæri sem systurkirkjur okkar um allan heim hafa verið að stunda – nú er komið að okkur.

Dagatalið – 40 dagarnir – 14. febrúar – 25. mars

Hér er föstudagatalið aðgengilegt til niðuhals og útprentunar, passið að prenta báðumegin á blaðið til að nýta pappírinn. Verkefni hvers dags birtast líka á facebook síðunni en gott er að hafa dagatalið heimavið til áminningar.

Sækja dagatalið
  • Auglýsing

  • Fræðsla

  • Fræðsla

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar