Umskurður tíðkast almennt ekki meðal kristinna manna

17. febrúar 2018

Umskurður tíðkast almennt ekki meðal kristinna manna

Biskup Íslands sendi umsögn til Alþingis í dag vegna frumvarps til breytinga á almennum hegningarlögum er varðar umskurn drengja.

Biskup lagði í umsögn sinni áherslu á mikilvægi upplýstrar umræðu um snúið mál og dró í efa að frumvarpið fæli í sér að vera slíkur farvegur farsællrar umræðu.

Biskup segir m.a. í umsögn sinni: Umskurn drengja er víða um heiminn algeng aðgerð. Þjóðkirkjan hefur ekki sérstaklega rætt um hana á sínum vettvangi enda tíðkast slíkar aðgerðir almennt ekki meðal kristinna manna.

Biskup og þjóðkirkjan bera almennt virðingu fyrir siðum og venjum annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hins vegar er það skoðun biskups Íslands að sjálfsagt sé að hlusta á bæði rök og reynslu þeirra sem þekkja til og fá fram umræðu um málið.

Biskup telur þó varasamt að frumkvæði að þeirri umræðu sé í formi frumvarps til breytinga á hegningarlögum þar sem lagt er til að viðurlög við umskurði drengja verði allt að sex ára fangelsi.

Umsögnina í heild má nálgast hér,

  • Biskup

  • Frétt

  • Biskup

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.