Halleujah á fermingarhátíð Suðurnesja

21. febrúar 2018

Halleujah á fermingarhátíð Suðurnesja

Það mikið fjör og gaman á fermingarbarnahátíð kirknanna á Suðurnesjum sem fram fór Keflavíkur- og Ytri-Njarðvíkurkirkju síðastliðinn sunnudag. Um 200 börn frá Grindavík, Garði, Reykjanesbæ og Sandgerði sóttu hátíðina ásamt prestum sínum og fermingarfræðurum.

Hátíðin hófst í Keflavíkurkirkju með samhristing, svo var boðið upp pítsuveislu og fjölbreytta fræðslu. Í fræðslunni var börnunum skipt í hópa og þau fóru á milli stöðva, þar sem fjallað var um samskipti og hvernig við látum gott af okkur leiða. Farið í leiki sem byggja á trausti og sungið. Í einum hópnum talaði Ísak Ernir Kristinsson við börnin um það sem hann lærði í fermingarfræðslunni og hvernig það hefur komið honum að notum í lífinu.

Þá var farið í rútu í Ytri-Njarðvíkurkirkju, en þar fór fram lokstund hátíðarinnar. Hljómsveitin Sálmari spilaði og var með leiki. Svo kom að stóru stundinni sem börnin höfðu beðið eftir þegar Jói Pé og Króli stigu á svið og tóku nokkur lög við góðar undirtektir. Að lokinni helgistund var lokalagið Halleujah eftir Leonard Cohen, sem krakkarnir höfðu æft í sönghópnum. Að mati þeirra sem að hátíðinni stóðu var þetta hápunktur, því öll sem eitt tóku þau undir og kirkjan ómaði af söng og innlifun.

Hátíðin var samstarfsverkefni safnaðanna á Suðurnesjum með stuðningi frá Kjalarnessprófastsdæmi og utan um dagskrána héldu prestar kirknanna ásamt héraðspresti, fermingarfræðurum og öflugum hópi sjálfboðaliða og ungleiðtoga.

Þetta er í fyrsta skiptið sem fermingarhátíðin er haldin á Suðurnesjum og nú hafa tvær hátíðar verið haldnar í Kjalarnessprófastsdæmi undir yfirskriftinni “Betri eru tveir en einn” og umfjöllunarefnið er vinátta. Hátíðirnar hafa tekist mjög vel og þær hafa sótt yfir 500 fermingarbörn.

Myndir má finna hér.
  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Viðburður

  • Fræðsla

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins