Halleujah á fermingarhátíð Suðurnesja

21. febrúar 2018

Halleujah á fermingarhátíð Suðurnesja

Það mikið fjör og gaman á fermingarbarnahátíð kirknanna á Suðurnesjum sem fram fór Keflavíkur- og Ytri-Njarðvíkurkirkju síðastliðinn sunnudag. Um 200 börn frá Grindavík, Garði, Reykjanesbæ og Sandgerði sóttu hátíðina ásamt prestum sínum og fermingarfræðurum.

Hátíðin hófst í Keflavíkurkirkju með samhristing, svo var boðið upp pítsuveislu og fjölbreytta fræðslu. Í fræðslunni var börnunum skipt í hópa og þau fóru á milli stöðva, þar sem fjallað var um samskipti og hvernig við látum gott af okkur leiða. Farið í leiki sem byggja á trausti og sungið. Í einum hópnum talaði Ísak Ernir Kristinsson við börnin um það sem hann lærði í fermingarfræðslunni og hvernig það hefur komið honum að notum í lífinu.

Þá var farið í rútu í Ytri-Njarðvíkurkirkju, en þar fór fram lokstund hátíðarinnar. Hljómsveitin Sálmari spilaði og var með leiki. Svo kom að stóru stundinni sem börnin höfðu beðið eftir þegar Jói Pé og Króli stigu á svið og tóku nokkur lög við góðar undirtektir. Að lokinni helgistund var lokalagið Halleujah eftir Leonard Cohen, sem krakkarnir höfðu æft í sönghópnum. Að mati þeirra sem að hátíðinni stóðu var þetta hápunktur, því öll sem eitt tóku þau undir og kirkjan ómaði af söng og innlifun.

Hátíðin var samstarfsverkefni safnaðanna á Suðurnesjum með stuðningi frá Kjalarnessprófastsdæmi og utan um dagskrána héldu prestar kirknanna ásamt héraðspresti, fermingarfræðurum og öflugum hópi sjálfboðaliða og ungleiðtoga.

Þetta er í fyrsta skiptið sem fermingarhátíðin er haldin á Suðurnesjum og nú hafa tvær hátíðar verið haldnar í Kjalarnessprófastsdæmi undir yfirskriftinni “Betri eru tveir en einn” og umfjöllunarefnið er vinátta. Hátíðirnar hafa tekist mjög vel og þær hafa sótt yfir 500 fermingarbörn.

Myndir má finna hér.
  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Viðburður

  • Fræðsla

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.