Fjölskyldutónleikar í Langholtskirkju

23. febrúar 2018

Fjölskyldutónleikar í Langholtskirkju

Laugardaginn 24. febrúar, kl 16:00 verður glatt á hjalla í Langholtskirkju. Barna og unglingakórar kirkjunnar blása til fjölskyldutónleika þar sem flutt verða ýmis þekkt lög, íslensk og erlendi. Einnig verða frumflutt barnalög eftir Auði Guðjóhnsen sem stýrir Krúttakórnum við kirkjuna. Listafélagið hvetur fjölskyldur til að fjölmenna á tónleikana.

Ásamt kórum kirkjunnar koma einnig fram systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal ásamt hljómsveit.

Flytjendur:
Gradualekór Langholtskirkju, stjórnandi Þorvaldur Örn Davíðsson
Graduale Futuri, stjórnandi Rósa Jóhannesdóttir
Graduale Liberi, stjórnandi Sunna Karen Einarsdóttir

Aðgangseyrir er 2.500 krónur fyrir 18 ára og eldri.

Allur ágóði tónleikanna rennur beint til barnakóra Langholtskirkju og er ætlað að styðja og efla enn frekar blómlegt kórastarf kirkjunnar.
  • Auglýsing

  • Barnastarf

  • Tónlist

  • Viðburður

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar