Umsóknir um embætti

26. febrúar 2018

Umsóknir um embætti

Embætti sóknarprests Patreksfjarðarprestakalls, Vestfjarðarprófastsdæmi var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út þann þann 19. febrúar sl.

Þrír umsækjendur sóttu um embættið, en þeir eru í stafrófsröð; cand. theol. Alfreð Örn Finnsson, cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson og mag. theol. Kristján Arason.

Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. mars nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.
  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.