Umsóknir um embætti á Staðarstað

26. febrúar 2018

Umsóknir um embætti á Staðarstað

Mynd: A Styrkársdóttir, af Flickr

Embætti sóknarprests Staðastaðarprestakalls, Vesturlandsprófastsdæmi var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út þann þann 19. febrúar sl.

Fimm umsækjendur sóttu um embættið, en þeir eru í stafrófsröð; séra Arnaldur Bárðarson, cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson, mag. theol. Karen Hjartardóttir, séra Ursula Árnadóttir og cand. theol. Kristinn Snævar Jónsson.

Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. mars nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.

Mynd: A Styrkársdóttir, af Flickr

  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar