Bænadagur kvenna 2018

28. febrúar 2018

Bænadagur kvenna 2018

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er föstudaginn 2. mars nk. Efni bænadags kvenna kemur að þessu sinni frá Suður-Ameríkulýðveldinu Súrínam. Er fjallað um umhverfisvernd undir yfirskriftinni „Öll sköpun Guðs er harla góð“. Bænasamverur verða haldnar víða um land. Samkoman á höfuðborgarsvæðinu verður haldin í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14, og hefst kl. 20. Mikill söngur og hlýlegt andrúmsloft. Kvennakór KFUK, Ljósbrot, syngur undir stjórn og undirleik Keith Reed. Í Vestmannaeyjum hittist fólk kl. 16.30 við Ráðhús/safnahús í hjarta bæjarins og þaðan verður farið í bænagöngu. Kl. 17.15 er síðan samverustund í Landakirkju. Á Egilsstöðum verður helgistund kl. 17 í safnaðarheimilinu, Hörgsási 4. Í Miðfirði hefst samveran í safnaðarheimilinu á Melstað þar sem sýndar verða myndir og súrínamskur matur boðinn til smökkunar og síðan er haldið til kirkju. Þið eruð öll velkomin á þessar samveru- og bænastundir.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Viðburður

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.