Bænadagur kvenna 2018

28. febrúar 2018

Bænadagur kvenna 2018

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er föstudaginn 2. mars nk. Efni bænadags kvenna kemur að þessu sinni frá Suður-Ameríkulýðveldinu Súrínam. Er fjallað um umhverfisvernd undir yfirskriftinni „Öll sköpun Guðs er harla góð“. Bænasamverur verða haldnar víða um land. Samkoman á höfuðborgarsvæðinu verður haldin í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14, og hefst kl. 20. Mikill söngur og hlýlegt andrúmsloft. Kvennakór KFUK, Ljósbrot, syngur undir stjórn og undirleik Keith Reed. Í Vestmannaeyjum hittist fólk kl. 16.30 við Ráðhús/safnahús í hjarta bæjarins og þaðan verður farið í bænagöngu. Kl. 17.15 er síðan samverustund í Landakirkju. Á Egilsstöðum verður helgistund kl. 17 í safnaðarheimilinu, Hörgsási 4. Í Miðfirði hefst samveran í safnaðarheimilinu á Melstað þar sem sýndar verða myndir og súrínamskur matur boðinn til smökkunar og síðan er haldið til kirkju. Þið eruð öll velkomin á þessar samveru- og bænastundir.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Viðburður

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju