Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar

28. febrúar 2018

Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar

Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar: Hindranir og möguleikar
Mánudaginn 5. mars n.k. heldur dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen fyrirlestur á málstofu í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar: Hindranir og möguleikar.

Í doktorsrannsókn á leiðtogaeinkennum íslenskra presta og áhrifum þeirra á gæði í safnaðarstarfi benda niðurstöður til þess að styrkja þurfi samskiptaferli innan Þjóðkirkjunnar. Hversu mikilvæg eru góð samskipti með tilliti til árangurs í söfnuði og góðrar ímyndar kirkjunnar? Í fyrirlestrinum verða niðurstöður mátaðar við stjórnunarkenningar um samskipti, ákvarðanatökur og menningu í fyrirtækjum. Þá verða birtar niðurstöður úr nýrri könnun meðal ungs fólks um birtingarmynd og ímynd Þjóðkirkjunnar.

Dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen lauk BA-prófi og PhD-prófi frá Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ og MA-prófi í mannauðsstjórnun frá Viðskiptafræðideild. Ásdís kennir stjórnun, aðferðafræði og miðlun fyrir útvarp. Ásdís er aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Málstofan er öllum opin.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Fundur

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju