Gamlinginn 2018

5. mars 2018

Gamlinginn 2018

Styrktartónleikarnir Gamlinginn 2018 verða haldnir í Grensáskirkju miðvikudaginn 7. mars nk. kl. 20. Tónleikarnir eru til styrktar orlofsdvöl eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði. Listamenn sem koma fram eru: María Magnúsdóttir, Vox Populi, Löngumýrargengið og Stórsveit öðlinga ásamt Hjördísi Geirs og Bjarka Guðmundssyni, ásamt fjölda annarra listamanna, sem allir sem einn gefa vinnu sína.

Eldriborgararáð, ellimálanefnd og Grensáskirkja standa fyrir tónleikunum. Miðar eru seldir við innganginn og er aðgangseyrir kr. 3.500.-
  • Auglýsing

  • Tónlist

  • Viðburður

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju