Aftansöngur (evensong) í Háteigskirkju

9. mars 2018

Aftansöngur (evensong) í Háteigskirkju

Aftansöngur (evensong) í Háteigskirkju
Næstkomandi þriðjudagskvöld, 13. mars klukkan 20 býður Háteigskirkja til aftansöngs í kirkjunni. Aftansöngur (evensong) er guðsþjónustuform að enskri fyrirmynd þar sem kórsöngur, víxlsöngvar og lestrar skiptast á. Aftansöngurinn verður í umsjá Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Steinars Loga Helgasonar, Kórs Háteigskirkju, séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur og séra Eiríks Jóhannssonar. Flutt verður tónlist sem tilheyrir föstutímanum og er eftir Poulenc, Messiaen, Jón Nordal, Jón Leifs, Þorvald Örn Davíðsson og Benjamin Britten. Enginn aðgangseyrir – allir hjartanlega velkomnir.
  • Auglýsing

  • Messa

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar