Kirkjuþingi 2017 lokið

11. mars 2018

Kirkjuþingi 2017 lokið

Kirkjuþingi 2017 lokið
Kirkjuþingi 2017 lauk í gær, laugardaginn 10. mars 2018. Þingið lauk afgreiðslu fjármála með því að álykta um ársreikning kirkjumálasjóðs 2016. Þá samþykkti kirkjuþingið ályktun um tvö frumvörp; annars vegar um frumvarp til þjóðkirkjulaga og hins vegar um frumvarp um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þingið samþykkti að nýtt Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ skuli að öllu leyti tilheyra Keflavíkursókn í stað þess að skiptast á milli þeirrar sóknar og Ytri-Njarðvíkursóknar. Kirkjuþing samþykkti söluheimild á tilteknum fasteignum í eigu kirkjumálasjóðs. Í lok þingsins var kosin uppstillingarnefnd vegna kjörs til kirkjuþings, skipuð níu fulltrúum, einum úr hverju prófastsdæmi. Þinginu var síðan slitið. Var þetta síðasta reglulega kirkjuþing á kjörtímabili núverandi kirkjuþingsfulltrúa. Kosið verður til nýs kirkjuþings í vor, til fjögurra ára. Samþykktir þingsins eru birtar á vefnum kirkjuthing.is

  • Frétt

  • Þing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði