Kirkjuþingi 2017 lokið

11. mars 2018

Kirkjuþingi 2017 lokið

Kirkjuþingi 2017 lokið
Kirkjuþingi 2017 lauk í gær, laugardaginn 10. mars 2018. Þingið lauk afgreiðslu fjármála með því að álykta um ársreikning kirkjumálasjóðs 2016. Þá samþykkti kirkjuþingið ályktun um tvö frumvörp; annars vegar um frumvarp til þjóðkirkjulaga og hins vegar um frumvarp um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þingið samþykkti að nýtt Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ skuli að öllu leyti tilheyra Keflavíkursókn í stað þess að skiptast á milli þeirrar sóknar og Ytri-Njarðvíkursóknar. Kirkjuþing samþykkti söluheimild á tilteknum fasteignum í eigu kirkjumálasjóðs. Í lok þingsins var kosin uppstillingarnefnd vegna kjörs til kirkjuþings, skipuð níu fulltrúum, einum úr hverju prófastsdæmi. Þinginu var síðan slitið. Var þetta síðasta reglulega kirkjuþing á kjörtímabili núverandi kirkjuþingsfulltrúa. Kosið verður til nýs kirkjuþings í vor, til fjögurra ára. Samþykktir þingsins eru birtar á vefnum kirkjuthing.is

  • Frétt

  • Þing

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.