Sálmakvöld í Búðardal

18. mars 2018

Sálmakvöld í Búðardal


Miðvikudagskvöldið 14. mars fjölmennti í grunnskólann í Búðardal söngfólk úr kirkjukórum prestakallsins ásamt organistanum Halldóri Þórðarsyni og fermingarbörnum með foreldrum sínum.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og Kristín Jóhannesdóttir organisti kynntu nýja sálma og útgáfu nýrrar sálmabókar þjóðkirkjunnar og voru viðstaddir bæði söngglaðir og námsfúsir.

Á tveimur klukkustundum voru kenndir og sungnir 10 sálmar frá ýmsum heimshornum, sungið í keðju og sleginn trommutaktur sem fermingarbörnin tóku að sér ásamt því að taka vel undir í söngnum. Margt var spjallað um hlutverk sálma og mismunandi tónlistarstíla og í hléi var boðið upp á hressingu. Í lokin sá sóknarpresturinn Anna Eiríksdóttir um bænastund og sunginn var kvöldsálmur áður en haldið var heimleiðis út í vorblíðuna.

  • Æskulýðsmál

  • Þing

  • Tónlist

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar