Enskur AFTANSÖNGUR

23. mars 2018

Enskur AFTANSÖNGUR

Enskur AFTANSÖNGUR með King´s voices frá Cambridge, í Hallgrímskirkju

King’s voices, sem er blandaður kór frá hinum heimsfræga Kings College í Cambridge í Bretlandi, er gestur Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hallgrímssafnaðar um pálmasunnudagshelgina.

Laugardaginn 24. mars kl. 17 syngur kórinn enskan Evensong ( Aftansöng ) með hrífandi fallegri kórtónlist með og án orgels í anda King’s eins og kórinn syngur þar alla mánudaga. Organisti þeirra Edward Reeve leikur á hið volduga Klais orgel Hallgrímskirkju.

Stjórnandi er Ben Terry. Prestar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason.

Evensong er sunginn daglega í öllum helstu stórkirkjum Bretlands og er ánægjulegt að geta upplifað þessa einstöku stemmningu hér á Íslandi, en síðast var boðið upp á Evensong í Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð 2015 þegar King´s Men frá sama skóla sungu undir stjórn Stephen Cleobury. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Einnig syngur King’s voices í messu á Pálmasunnudag 24. mars kl. 11.

Kórinn syngur þar fagra föstutónlist, m.a. Ave verum corpus eftir Byrd og einnig Hear my prayer eftir Purcell ásamt félögum úr Mótettukór Hallgrímskirkju. Organisti þeirra Edward Reeve leikur eftirspilið Fúgu í Es- dúr BWV 552b eftir J.S. Bach.

Organisti í messunni er Björn Steinar Sólbergsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ágeirssyni.

Sérstök stemmning ríkir á þessum degi þegar birkigreinar eru bornar í kirkjuna og barnastarfið í umsjón Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa Hallgrímskirkju býður upp á fallegt páskaföndur og yndislega samveru í suðursalnum. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Um King´s voices

King´s voices er blandaður kór sem var stofnaður árið 1997 til að gefa stúlkum sem stunda nám við King´s college einnig tækifæri til að syngja í kór. Stjórnandi kórsins er Ben Parry sem er mikils metinn og hefur komið víða við- m.a. var hann í hinum heimsfræga King´s College Choir við sömu kirkju, sem eingöngu er skipaður karlaröddum og var einn af meðlimum Swingle Singers og hefur sungið með Gabrieli Consort, Schutz Choir ogTaverner Consort. Hann hefur stjórnað kórum í fjölda kvikmynda eins og Harry Potter, Lord of the Rings o fl. og er nú aðstoðarstjórnandi Kings College Choir og aðstoðarmaður Stephen Cleobury- sjá meira hér http://www.kings.cam.ac.uk/chapel/kings-voices.html

Programme Notes from King’s Voices, Cambridge

King’s Voices, the mixed choir of King’s College Cambridge, perform a selection of sacred choral music which the choir typically sings at Choral Evensong each week during term in the Gothic splendour of King’s College Chapel. The Anglican service, as set down in the 16th Century by the Archbishop of the new Church of England, Thomas Cranmer – himself educated at Cambridge University and the author of the first Book of Common Prayer - has a set structure which includes an Introit, sung at the very start of the service, Responses, Psalm, Canticles and a concluding Anthem, which is an extended choral work reflecting on the day in the church’s calendar or time of year. Some of the music has been written specifically for the King’s Chapel or indeed King’s Voices – many famous composers and musicians are associated with the College, not least the Renaissance composer Orlando Gibbons, who was a boy treble in the Chapel Choir at the end of the 16th century. We present some works by current King’s music students Joshua Ballance and Nathanael Smalley as well as a short anthem by the choir’s current director, Ben Parry. In 2018 we commemorate not only the 65th anniversary of the coronation of Elizabeth II but also the 100th anniversary of the death of Sir Hubert Parry (no relation to our current director!), who is well known for writing ceremonial music for British coronations. Other anthems typically include pieces written across many centuries, from Thomas Tallis’ 16th century motet If Ye Love Me, to British composer Roxanna Panufnik’s recent composition O Hearken, a setting of a verse from Psalm 5 written for the choir of Westminster Abbey.

We are also delighted to include some Icelandic repertoire – the famous hymn Heyr, himna smiður and Sævarsson’s beautiful motet Fyrir mig, Jesú, þoldir þú from his Hallgrimur Passion.
    processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

    Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

    23. des. 2024
    Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
    Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

    Þorláksmessa í Skálholti

    23. des. 2024
    ...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
    Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

    Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

    23. des. 2024
    ...fjölbreytt dagská í boði