Gefum þeim séns!

23. mars 2018

Gefum þeim séns!

Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent valgreiðslu í heimabanka til landsmanna á aldrinum 30 – 80 ára að upphæð 2400 krónur. Við erum að safna fyrir aðstoð við börn og unglinga í fátækrahverfum í Kampala, höfuðborg Úganda. Þangað liggur þungur straumur ungs fólks í von um betra líf en því miður bíður flestra þeirra hins vegar atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum og mörg ungmenni leiðast út í smáglæpi og vændi til að lifa af.

Við viljum að unga fólkið fái þjálfun sem gefur þeim betri möguleika til að fá störf og að þau geti komið undir sig fótunum. Við veitum því aðstoð í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og Ugandan Youth Development Link, UYDEL, í hverfunum Rubage, Nakawa og Makindye.

Í verkmenntamiðstöðvum UYDEL getur unga fólkið valið sér ýmis svið og öðlast nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Þau fá svo líka fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Verkefnið hófst fyrir ári síðan en við ætlum að aðstoða 1500 börn og ungmenni á aldrinum 13-24 ára á þrem árum.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, í síma 6155566, kristin@help.is.

  • Hjálparstarf

  • Söfnun

  • Hjálparstarf

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.