Fjórir umsækjendur

26. mars 2018

Fjórir umsækjendur


Embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík, var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út þann 23. mars sl.

Fjórir umsækjendur sóttu um embættið, en þeir eru í stafrófsröð; cand. theol. Bryndís Svavarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir, séra Gunnar Jóhannesson og mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir.

Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. maí nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.
  • Embætti

Sr. Stefanía G. Steinsdóttir

Sr. Stefanía ráðin

29. mar. 2023
......í Ólafsfjarðarprestakall
Bjarni Gíslason í nýjum jakka frá Úganda

Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda

28. mar. 2023
.....viðtal við Bjarna Gíslason framkvæmdastjóra
Evrópufundur LWF - mynd:LWF/Albin Hillert

Ályktun Evrópufundar Lútherska heimssambandsins

27. mar. 2023
.....samþykkt í Oxford á föstudaginn