Hvaða þýðingu hefur umskurnin og umskurðarfrumvarpið?

27. mars 2018

Hvaða þýðingu hefur umskurnin og umskurðarfrumvarpið?


Fimmtudaginn 5. apríl n.k. verður málstofa á vegum Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands í stofu 311 í Árnagarði þar sem prófessorarnir dr. Gunnlaugur A. Jónsson, dr. Rúnar M. Þorsteinsson og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir munu fjalla um umskurn og umskurðarfrumvarpið s.k. í sögu og samtíð. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Hvaða þýðingu hefur umskurn drengja haft í gegnum söguna, einkum í gyðinglegum sið? Hvaða gildi hafði hún á biblíulegum tíma? Má sjá samsvörun á milli túlkunar fólks á umskurninni í gegnum tíðina og andsemítisma sem lengi hefur beinst að gyðingum? Hvaða þýðingu hefur hið s.k. umskurðarfrumvarp sem mikið er rætt um þessa dagana í íslensku samfélagi? Í þremur stuttum fyrirlestrum verður leitast við að svara þessum spurningum sem og öðrum sem málinu tengjast, s.s. spurningum um mögulegar afleiðingar umskurðarfrumvarpsins í víðara samhengi.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson er prófessor í gamlatestamentisfræðum, dr. Rúnar M. Þorsteinsson prófessor í nýjatestamentisfræðum og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.

Málstofan er öllum opin.
  • Auglýsing

  • Viðburður

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík