Hvaða þýðingu hefur umskurnin og umskurðarfrumvarpið?

27. mars 2018

Hvaða þýðingu hefur umskurnin og umskurðarfrumvarpið?


Fimmtudaginn 5. apríl n.k. verður málstofa á vegum Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands í stofu 311 í Árnagarði þar sem prófessorarnir dr. Gunnlaugur A. Jónsson, dr. Rúnar M. Þorsteinsson og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir munu fjalla um umskurn og umskurðarfrumvarpið s.k. í sögu og samtíð. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Hvaða þýðingu hefur umskurn drengja haft í gegnum söguna, einkum í gyðinglegum sið? Hvaða gildi hafði hún á biblíulegum tíma? Má sjá samsvörun á milli túlkunar fólks á umskurninni í gegnum tíðina og andsemítisma sem lengi hefur beinst að gyðingum? Hvaða þýðingu hefur hið s.k. umskurðarfrumvarp sem mikið er rætt um þessa dagana í íslensku samfélagi? Í þremur stuttum fyrirlestrum verður leitast við að svara þessum spurningum sem og öðrum sem málinu tengjast, s.s. spurningum um mögulegar afleiðingar umskurðarfrumvarpsins í víðara samhengi.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson er prófessor í gamlatestamentisfræðum, dr. Rúnar M. Þorsteinsson prófessor í nýjatestamentisfræðum og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.

Málstofan er öllum opin.
  • Auglýsing

  • Viðburður

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju