Lestur Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í Saurbæ

27. mars 2018

Lestur Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Lestur Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstudaginn langa 2018

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða fluttir í heild sinni í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd á föstudaginn langa og er yfirskrift flutningsins að „svoddan ljós mætti fleirum lýsa“ en þau orð vísa til fyrstu umsagnarinnar sem sálmarnir fengu áður en þeir voru gefnir út.

Umsjón með lestrinum er í höndum Steinunnar Jóhannesdóttur, leikkonu og rithöfundar, og lesarar með henni verða leikkonurnar Edda Þórarinsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Margrét Guðmundsdóttir.

Passíusálmana yrkir Hallgrímur á meðan hann er prestur í Saurbæ og eru þeir fullbúnir af hans hendi um og fyrir árið 1660 . Fyrsta prentaða útgáfa þeirra sá dagsljósið árið 1666 en áður höfðu fjórar konur, þær Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Helga Árnadóttir í Hítardal fengið í hendur handrit, sem nú eru glötuð.

Vorið 1661 fékk Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti handrit það sem varðveist hefur til okkar tíma.

Upplesturinn í Saurbæ hefst kl. 13.30 á föstudaginn langa og er áætlað að honum ljúki um kl. 18.30. Þegar stutt hlé verða gerð á lestrinum mun organisti Saurbæjarprestakalls, Zsuzsanna Budai, leika á orgel kirkjunnar. Hægt er að koma og fara eftir hentugleika hvers og eins á meðan upplestrinum stendur.
    Mari_a A_g.jpg - mynd

    Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

    15. okt. 2025
    María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
    image0.jpg - mynd

    Hilda María ráðin

    10. okt. 2025
    Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
    b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

    Samstaða og samhugur með Úkraínu

    10. okt. 2025
    Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.